Föstudagur, 9. febrúar 2007
Fæðing fjórða barnsins
Þá er loksins langþráður draumur orðinn að veruleika. Húsmóðirin góða hefur hent sér í rússíbanareiðina miklu og ákveðið að ala af sér enn eitt barnið. Í þetta skiptið er um að ræða mikla hugmynd þar sem meðgöngutíminn hefur verið þó nokkuð lengri en þeir hefðbundnu 9 mánuðir. Grafísk samskipti er vinnutitillinn en Kúper Blakk ehf. er svo nafnið góða á þessari nýju viðbót við önnum kafinn hversdag húsmóðurinnar.
Síðastliðnu vikur hefur "fæðing" fjórða barnsins átt hug allan hjá húsmóðurinni góðu. Líkt og með allt annað ungviði er ótrúlegt hversu mikið dót og umstang fylgir þessu "nýja" sem komið er inn á heimilið. Tímum sólarhringsins er vel varið til að skipuleggja í hvað tímum sólarhringsins er varið í og frá 9:00 - 14:00 á daginn, leggur húsmóðirinn sópinn á hilluna og sest fílefld við tölvurnar og teikniborðið. Það er eins og gusti af henni enda býr í henni óbeisluð orka síðastliðnu mánuði þar sem fjórða barnið var nær farið að öskra á hana í öll hennar hugarfylgsni því að hún var löngu búin að ganga fram yfir.......og ganga af göflunum, finnst henni, þar sem hún hendist í stressi austur á firði í gegnum göng og yfir fjöll til að funda og afla sér nýrra verkefna - það er ekki frá því að henni líði stundum eins og Öskubusku þar sem allt snýst um að gera sem mest áður en klukkan slær 14:00 og kominn er tími til að setja svuntuna aftur á og bjóða krökkum upp á kaffitíma.
En með sól og bjarta von í hjarta vonast húsmóðirin að geta komið þessu "barni" sínu á legg, rétt eins og hinum þremur - sem þrátt fyrir allt eiga nú enn stærsta plássið í hennar hjarta ( ehhhh...... nema milli klukkan 9:00 og 14:00 alla virka daga, og á kvöldin og um helgar )
Kúper Blakk ehf. - grafísk samskipti
og nú byrjar ballið
Öskubuska
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:17 | Facebook
Athugasemdir
Hjartanlega til hamingju með fyrsta barnið sem kemur vonandi með e-r tekjur inn á heimilið heheh.....
kv. Halla
Halla (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 07:14
Innilega til hamingju Tóta mín
p.s. þú veist ekki hvað mér brá mikið þegar ég las titilinn, svo margar hugsanir s.s. ha er Tóta orðin ólétt, vá dugnaðurinn í henni ......... og Ó NEI HVAÐ MEÐ FERÐINA OKKAR
kv. Sísí
Sísí (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 12:37
Já góða mín, og börnin vansvefta og vannærð vegna hasarsins kringum það yngsta. Þetta skilja verðandi miðjubörn! haha... gaman að sjá hana dóttur þína á Þjóðahátíð - eins og alltaf, algjört uppáhaldsbarn! Sú á eftir að ná langt eins og móðurin :) Knús og hlýja í bæinn, K
Karna (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 01:20
Já góða mín, og börnin vansvefta og vannærð vegna hasarsins kringum það yngsta. Þetta skilja verðandi miðjubörn! haha... gaman að sjá hana dóttur þína á Þjóðahátíð - eins og alltaf, algjört uppáhaldsbarn! Sú á eftir að ná langt eins og móðurin :) Knús og hlýja í bæinn, K
Karna (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 01:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.