Sunnudagur, 14. maí 2006
Mæður ! Fleygið brjóstarhöldurunum
Það er árið 2006 - ekki satt!! Stundum er ég ekki alveg viss um að það sé raunin. Það virðist nefnilega vera ótrúleg vanafesta ríkjandi í sambandi við hlutverkaskipan kynjanna. Ekki misskilja mig, það er að sjálfsögðu margt sem hefur breyst úti á vinnumarkaðnum - svo má alltaf rökræða það út í hið endalausa...... en stundum er eins og tíminn hafi staðið kyrr. Tökum sem dæmi - matarboð- ég veit ekki hversu oft ég hef staðið okkur "kellur" að því að sitja umkringdar börnum og leikföngum, sitjandi á gólfinu að reyna að tala saman á meðan karlarnir eru í ró og næði að "marinera" eða bara einfaldlega að ræða heimsmálin yfir nokkrum köldum. "Biddu mömmu að hjálpa þér" er oftast viðkvæðið...eða "hvar eru allir krakkarni? leiktu við þá...."(og hvar eru krakkarnir - jú á gólfinu hjá mömmunum)
Grill syntrómið góða verður seint tekið af köllunum okkar - það er nefnilega alveg óskaplega mikilvægt að kjötinu sé snúið með réttu millibili og barbekjúsósu slett á hæfilega oft-krakkarnir eiga ekki að taka þátt í þessum prósess enda er grillið heitt og bókstaflega stórhættulegt börnum og jafnvel konum líka ;) Á meðan standa konurnar í eldhúsinu og búa til meðlætið með grillfengnum góða, sjá um krakkana og slá á þeirra hungruðu putta og vaska upp föt og diska sem færa á kjötið upp á (mér dettur oft í huga hvort barátta kynjanna myndi ekki einfaldast ef við yrðum bara að grænmetisætum- ekkert ket að bítast yfir)
En það er að sjálfsögðu ljúft hvað stéttarbaráttan hefur gert fyrir okkur konur - og þá mæður sérstaklega .... nú geta kallarnir tekið sér fæðingarorlof næstum til jafns á við kellurnar og verið heima og passað grislingana á meðan konurnar vinna fyrir ketinu. Ég sé alltaf fleiri og fleiri kalla arka um með barnavagna hérna í Frederiksberg og þeir kunna sko að hafa það huggulegt - þeir spásséra og kíkja í búðarglugga og sitja svona flestir á kaffihúsum og lesa í góðri bók.....ég man ekki hvenær ég leit síðast í bók (held að síðasta lestrarefni hafi verið tímaritsgrein um hvernig ég átti að líta sem best út fyrir kallinn minn þrátt fyrir appelsínuhúð og slit á maga ;) en nóg um það feðurnir virðast allavegna kunna betur á það að vera í orlofi heldur en við konurnar sem sjáumst hendast um að ná í eldri börnin í skóla og leikskóla og ná í búð fyrir lokun, með úfið hárið og æluna á öxlinni.
nú er þetta blogg að verða annsi þungt og það var alls ekki ætlunin, mér finnst bara skrýtið að þrátt fyrir að við konur séum hannaðar til að bera börn og fæða og annast þau- svona allavegna fyrstu mánuðina- að þar með sé aðaláhugamál okkar að þrífa og þvo þvotta og jafnvel að vinna störf sem snúa að barnauppeldi - en þetta er hugsun dagsins og er svo sem ekkert ný hugsun í einu af mínum heilahólfum - en ég ákvað að koma henni frá mér svona í tilefni dagsins....
elsku mamma og allar aðrar mæður:
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN og LIFI BARÁTTAN!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Athugasemdir
Til lukku með daginn tóta mín, ég ætla að vona að þetta comment nái í gegn er búin að reyna svo oft ;o(
Ég hef oft velt þessu líka fyrir mér og komist að mis góðum niðurstöðum.
Halla (IP-tala skráð) 14.5.2006 kl. 11:51
Til hamingju með daginn sömuleiðis Tóta mín,
karlmenn og grillið já,
flestir taka þeir grillmennskuna svo hátíðlega að maður getur ekki annað en leyft þeim að komast upp með það og hlæja með sjálfum sér.
Verð þó að viðurkenna að stundum er maður ekki stemmdur fyrir þennan hátíðleika og finnst maður nánast vera að fylgjast með lækni/um í skurðaðgerð þá getur hláturinn breyst í eitthvað annað :)
kv. Sísí
Sísí (IP-tala skráð) 14.5.2006 kl. 23:28
Hæ sæta mín
Svo sammála þér...veldur samt vonleysi, því svona hefur þetta alltaf verið og verður líklegast áfram...Það er gott hvað börnin okkar eru yndisleg, þá þarf okkur ekki að leiðast á gólfinu:-)
kkv Kristín
Kristín (IP-tala skráð) 16.5.2006 kl. 07:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.