Mánudagur, 26. febrúar 2007
Stúlkan frá Ipanama
Nú var mikið um að vera hjá húsmóðurinni - dómnefndarstörf, fyrirtækjarekstur og börnin með hor. Allt átti þetta sinn þátt í að gera húsmóðurina dulítið stressaða - en það var sama hvað tautaði....alltaf hélt tíminn áfram að trilla áfram. Með uppörvunarræðuna í farteskinu reyndi frúin að koma sér í baráttuskapið - svona um það bil annan hvern klukkutímann, því það var eins og allur vindur væri farinn úr henni - enda mikið búið að vera að gerast í lífi hennar síðastliðnu mánuði.
Það var meira en að segja það að koma fjórða barninu á legg - enda mætti örugglega líkja því við ofvirkann unga - svo mikinn tíma tók það frá hinni daglegu rútínu heimilisins og hinni raunverulegu vinnu fyrirtækisins. Fundir með endurskoðandanum - virtust teygjast út í hið endalausa - þar sem lyftutónlistin streymdi úr hugarfylsnunum - "var þetta kínverska sem manneskjan talaði?" spurði hún sjálfa sig og nótaði enn einu sinni niður á blað mikilvægi greiðslu tryggingjagjalds, lífeyris, stéttarfélags og svo chí e chow ....tra lalalalalaala ("lag = the Girl fra Ipanama")- já það var greinilegt að hún þurfit að taka sig miklu taki ef ekki ætti að verða út um þessa fyrirtækja hugmynd - strax við getnað...........
Hún skaust inn í bankann til að reka á eftir öllu þar, aðeins til að vera trufluð af gsm- símanum, "Litli er orðinn veikur - ég held að þú verðir að koma strax að sækja hann" hún skaust út úr bankanum - lofaði að gera þetta á morgun ( en var auðvitað ekki alveg með á hreinu að það var laugardagur á morgun) kom við í bónus og keypti í matinn - náði í 3ja ungann í leikskólann (sá eini sem ekki var orðinn veikur ) og kom öllu stóðinu heim í öruggt skjól flensunnar. Jæja þá var nú ekki mikið annað að gera en að hella sér í vinnuna - teiknimynd í tækið og popp í skál - það ætti að kaupa allavegna 3 korter.......
Tralalalalalalalalaaa tral lalal allala stúlkan frá Ipanama var aftur komin út í öll hugarfylgsnin, það var eins og lyftutónlistin í höfði hennar vildi senda henni mikilvæg skilaboð - Hún ákvað að hætta að stressa sig yfir þessu öllu og syngja bara með - því að þegar öllu var á botninn hvolft gat hún ekki meira en sitt besta.
tótalí spæs
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Æ hvað mér finnst gott að heyra að 4 barnið er að komast á legg. "girl from ipanema" er eitt af mínum uppáhalds lyftulögum. Þægilegt og svo, eins og þú segir, þá er hægt að syngja með. Vona að flensan sé farinn og að allir séu orðnir hressir og kátir. Dagarnir geta runnið saman hjá svona ofurkonum, er sjálf oft að velta því fyrir mér hvaða dagur sé í dag.
Halla (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 10:15
Sæl Tóta.
Fann síðuna hjá Höllu. Mikill snilldarpenni ertu! ;) Gaman að þessu.
Gangi þér vel í öllu þessu sem þú ert að eiga við.
Við erum einnig að glíma við flensu hér, þegar eitt barn er orðið hresst þá tók annað við ;)
Bkv. til ykkar allra, Haddý
Haddý (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.