Fimmtudagur, 8. mars 2007
Gefin fyrir drama þessi dama
Jæja þá er 8. mars gengin í garð og eiga allar konur að líta til baka, draga djúpt andann og prísa sig sælar fyrir þá miklu framför sem orðið hefur í jafnréttismálum. Húsmóðirin gat ekki annað en brosað út í annað - það var ekki á hverjum degi sem henni gafst sérstakur tími til að huga að jafnrétti heimsins - til þess var tími hennar of dýrmætur. Með kaffibollann í hendinni og tvo dýrindis súkkulaði-mola í biðstöðu, ákvað hún að taka sér pásu. Og hún ímyndaði sér að það eitt og sér, að taka sér stundar- pásu, voru forréttindi sem hún hafði ekki getað leyft sér í fæðingar"orlofinu" góða.
Hún þakkaði í hljóði öllum þeim lágt launuðu konum í samfélaginu sem taka að sér að hugsa um börnin!!!!
Húsmóðirin góða varð að viðurkenna að mitt í öllum millilandaflutningum, barnastússi og karlaframapoti - hafði hún svæft rauðsokkuna í sjálfri sér..... hún minntist þeirra heitu öfgasinnaðra stunda þar sem hún sökkti sér í kynjafræði og baráttuljóð - þar sem textarnir börðu á óréttlæti heimsins og kvöttu húsmóðurina til að verða aldrei klisjunni að bráð (klisja = eiginkona, móðir, skuldaþræll og kerling......)
nú, aðeins rúmum áratug síðar, voru rauðu textarnir í hugsarfylgsnum húsmóðurinnar oðið að litlausu rauli. Hún mundi ekki lengur af hverju sum baráttumál hennar höfðu verið upp á líf og dauða og henni fannst fáránlegt að hafa e-n tíma verið það barnaleg að kjósa líf einstaklingsins fram fyrir yl og kærleika eigin barna og eiginmanns......
... en það var samt eins og einmitt þessi hugsun, um komandi kynslóðir, byrjuðu að kynda undir rauðu glóðina í hjarta hennar. Hvernig ímyndasamfélagið hélt áfram með grunlausum hætti að henda stelpum og strákum í fyrirfram skilgreinda kassa þar sem á stendur t.d "ákveðinn" og "frekjuskass". Um þetta allt saman hafði húsmóðirin varla tíma til að sökkva sér í en þetta var ekki í fyrsta skipti sem henni sárnaði við þá hugsun að líklega yrði hún bara stimpluð sem dramadrottning ef hún myndi endurvekja rauðsokkuna í sér - en fjandinn hafi það hún var bara gefin fyrir drama þessi dama!!!!!!
Elsku vinkonur fjær sem nær - hyllum þennan dag í krafti kvenna og notum hann til að (endur)vekja Línu (rauð)sokku í okkur öllum :)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:19 | Facebook
Athugasemdir
baráttukveðja, lengi lifi tjáningarfrelsið
Guðný Arna Eggertsdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 11:36
Ég vil vera lína rauðsokka. Hún er ekkert slor sú kona, væri alveg til í að geta haldið á hesti og eiga fullu kistu af gulli.
Halla (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.