Fimmtudagur, 12. apríl 2007
Engin innistæða...
Hún dáðist af fjallasýninni á leiðinni heim af fundinum. Húsmóðirin góða var komin á kaf í félagslífið, landspólitíkina, foreldraráðin, viðskiptalífið og hitt og þetta sem greinilega var lífsnauðsynlegt að vera með í til að lifa af þann ógnarleiðinlega og snjóþunga vetur sem nú var að baki.
Hún hafði verið á leynilegum systrafundi - klíka sem ekki hverjum sem er var boðið að þiggja sæti í. Húsmóðirin góða hafði verið kosin inn með meirihluta atkvæða og hún gat ekki annað en velt því fyrir sér hvaðan þessi dýrmætu atkvæði kæmu eiginlega - ekki hélt hún sig þekkja svo marga hér.
En með ákveðnu stolti og staðfestu sem einstaka bjánar álpast til að fá í vöggugjöf, bætti hún nú þessu við á verkefnalistann, ásamt "já, ég sé til ..." þegar leikskólastýran bað hana heitt og innilega að koma í foreldraráðið - hún þekkti söluræðuna "..því það vantar svona ferskt og kraftmikið fólk eins og þig.." og um leið og hún gat ekki sagt hreint og beint nei - þá vissi húsmóðirin að hún var föst í snörunni ...
...og verkefnalistinn lengdist og lengdist, á ótrúlega nákvæmum hraða í takt við skuldir og visa reikningana sem virtust blómstra betur hér en í Danmörkinni góðu. Hún rifjaði upp fund sinn við bankastjórann - fyrir skömmu - þar sem þeim hjónakornum var hampað fyrir að skulda svona mikið. Eitthvað það flottasta "skuld" bæjarins sögðu púkarnir með tvíræðu glotti og áður en þau gátu sagt "augnablikk" þá voru þau orðnir sjálfkjörnin Platínum- heiður- kúnnar bankans útleyst með gjöfum og blöðrum.
Hún velti fyrir sér þessari miklu innistæðu sem fólk, bankar og stofnanir hérna héldu að hún byggi yfir. Hún vissi fyrir víst að bankareikningarnir voru ekki upp á marga fiska, sárir og þjáðir eftir húsnæðis- og bílakaup, svo ekki sé minnst á námslánin góðu. Hún velti líka fyrir sér hvort leikskólastýran hefði veri jafn áköf að fá hana í ráðið hefði hún verið vitni að öskrum og uppgjafar hótunum húsmóðurinnar við yndælu börnin sín - aðeins 10 mínútum fyrr... eða þá hin leynilega systraregla sem líkt og aðrir höfðu nýverið krýnt hana "besta í sinni grein" og, já ef ekki bara "besta á landinu" - allt þetta án þess að hafa hugmynd um hvórt e-r hæfileikar lægju að baki þessarar annars þreytulegu húsmóður.....
hún velti þessi öllu fyrir sér á meðan hún leit út um bílrúðuna - og var fegin að geta allavegna sent sjálfri sér yfirlit... þrátt fyrir litla innistæðu
hilsen til allra og viva la springtime
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Kvitt fyrir mig,
alltaf jafn gaman að lesa bloggin þín Tóta mín
kv. Sísí
Sísí (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 16:44
Já, það er gott að vera svona góður kúnni hjá bönkunum. Við ætlum að reyna að slá ykkur út þegar við komum á skerið með því að fá demantskortið og vera sleginn til riddara hjá bönkunum. Ég sé að það er ekki ein sekúnda sem er dauð hjá þér frú þórhildur, kominn í allar þessar nefndir og klúbba, forstjórastöðuna og ekki má gleyma uppeldis- og heimilsstöðuna góðu. Bið að heilsa öllum konum, börnum og körlum.
kv. Halla
Halla (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 08:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.