Ég er geimvera í Reykjavík

Jæja !!Þá er loksins komið að því - við erum flutt frá Danmörkinni. Það er sagt að konur hafi þann frábæra eiginleika að gleyma fæðingu barnanna sinna og að þannig muni mannkynininu halda áfram að fjölga - ég er ekki frá því að þetta eigi við um svo margt annað ; ég er t.d næstum strax búin að gleyma hvað það er leiðinlegt að pakka og flytja, ég var líka algjörlega búin að gleyma pappírsvinnunni sem fylgir því að flytja á milli landa (ef ég hefði munað það þá hefði ég aldrei farið úr Danmörkinni góðu) en þetta eru allt praktískir hlutir sem auðvelt er að redda með tíma og mikilli þolinmæði..... hitt er annað mál með GATIÐ..... það eru margir sem kvarta yfir því að þeir lendi á milli kerfa við að flytja í annað land (fæðingarorlof, atvinnuleysisbætur osv.frv) það er auðvitað bölvað vesen en það er annað GAT sem ég er að tala um hérna - GATIÐ sem hefur myndast á milli vina og kunningja og já, jafnvel ættingja hérna heima....

ég er lent í GATINU  - í barnaskap mínum var það fyrst í fyrradag sem ég fattaði að ég væri lent hérna, ég stóð með tannburstan lafandi úr munnvikinu þegar ég var aðspurð "hvað á svo að gera í dag??" ég hafði ekki hugmynd, búin að nota alla síðustu viku til að hitta þá "gömlu góðu" aðeins til að uppgötva að auðvitað hefur tíminn ekki staðið kyrr hérna á meðan við bjuggum úti í Danmörkinni góðu allir komnir með börn og bú, vini og vandamenn og nánast ekki pláss fyrir e-a utanaðkomandi hálfdani sem kunna varla að bjarga sér í stórborginni Reykjavík - oh, jæja sei sei - þá er bara að efla tengslin við vinina í DAnmörkinni góðu; FJÖLSKYLDUNA þar sem hefur reynst manni eins og klettur á þessum síðustu og verstu.....en það er bara svo undarlegt - svona eins og með mafíuna - um leið og við sögðum skilið við Danmörkina góðu var eins og við höfðum rofið mikilvægan eið við dösnku vinina: við fórum, yfirgáfum allt og já, þá erum við kannski ekki þess verð að vera að púkka upp á lengur .

Ég var í brúðkaupi um helgina og var spurð að því hvað við vorum að gera "þarna úti" - ég verð alltaf jafn hissa og leið yfir því þegar ég get dregið saman eins og 6 ára tímabil úr ævi minni, saman í eina setningu: "O, bara að læra og búa til börn" . Þarna kom það, allt það sem á undan hafði gengið allur sá þroski og lærdómur sem við höfðum náð í "þarna úti" fölnaði og varð að hversdagslegri klisju..... ég stóð um stund með kaffibollan og konfektið bráðnað í lúkunni minni - ég var einmana og leið eins og að GATIÐ væri við það að gleypa mig......

ég er leið hérna á Íslandinu - ég sakna samt ekki neins frá Danmörkinni góðu  - það er ekki ein matartegund, veðurfar eða stemning eða götuhorn sem ég bara VERÐ að sjá einu sinni enn..... en ég sakna bara lífsins í Danmörku, vinananna og fjölskyldulífsins okkar, en kannski er þetta bara partur af prógramminu (ef ég leyfi mér að sletta smá) kannski er núna bara tími til að einblína á fjölskylduna litlu og leyfa vináttuböndum að fjarlægjast og verða að góðum minningum - kannski er það þetta sem allir eiga við að námsárin séu bestu ár ævinnar -  kannski upplifa allir þetta GAT hvort sem um er að ræða landflutninga eða ekki ......kannski - en GATIÐ er hérna enn og það er við það að kæfa mig......

p.s þetta var s.s þunglyndisblogg vikunnar  - ekki örvænta, Pollýanna er ekki dauð hún er bara hundfúl og batteríslaus

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úfff elskan mín - ég held að fólk sé frekar að gefa þér rými heldur en að það sé ekki pláss fyrir þig. Held að flestum þyki alveg nóg um að flytja heim með 3 börn og heila búslóð og karlinn á einhverju flakki vegna vinnunnar. Mjög gott að vita samt að þú er tilbúin fyrir heimsóknir;-) like a ripe peach hihihi
Ég er alltaf heima frá 14:30 þannig að hringdu og komdu og hættu í þessu þunglyndi. Hvur veit nema hægt væri að kíkja barnlaus á kaffihús eitthvert kvöldið:-D

kkv Kristín

kristin@inntak.is (IP-tala skráð) 28.6.2006 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband