og ALLT...

Hún þaut um íbúðina, alveg viss um að  nú loksins - á þessum síðustu og verstu - þá væri hún að missa vitið. Það var meira en að segja það - þetta með að vera sjálfs síns herra - ("herra" hrökk óvart upp úr henni  - af hverju var hún ekki sjálfs síns FRÚ!!) o, jæja - þetta með að vera undir sínum eigin hæl komin- það var meira en að segja það...... hvar var blessaður kaffibollinn, hún vissi að hún hafði lagt hann frá sér... og klukkan að verða fjórtánhundruð og þá, og þá á slaginu, myndi hún verða aftur að öskubusku eða var það meira eins og Lísa  í Undralandi - eða kannski Hattarinn - hann sem var alltaf á þönum en gerði svosem ekki margt - allavega þá var tíminn enn og aftur að hlaupa frá henni......

...og  tíminn var að stríða henni í fleiru en vinnu og streði - sá  í miðið var búinn að útskrifast úr leikskólanum núna og beið ekkert svo spenntur yfir að komast í það að hefja langa og mikla skólagönguna - sá minnsti, hins vegar beið spenntur eftir að reyna fyrir sér í leikskóla- fannst hann nógu stór til að ekki vilja leiða mömmu sín eða bara geta allt sjálfur!! og prinsessan - hún hafði fyrir löngu kveikt í minningaeldi húsmóðurinnar... hvað voru svosem hálf ævi eða heil í samanburði við reiknislist himintunglanna.....

hún varð að hætta þessum heimspekilegu vangaveltum, sem gerðu ekkert nema tefja fyrir lífsins hversdagslegum gangi - fara til tannlæknis sinnum þrír jafnvel fjórir - ó já, svo var það nesti og e-r þurfti nýja skó og svo var það Bónus og bensín og borga nýjar skuldir og slappa af í baði.....og ALLT..

Hún stoppaði á tröppunum og lét innkaupapokana síga hægt niður, og ekki langt frá heyrðist í ánægðum hrossagauki... hann sperrti stélið og gaf frá sér svo alíslenskt vorhljóð að húsmóðurinni vöknaði eilítið um hjartað....jamm "this is it" hugsaði hún með sér - og það var ekki laust við að eirðarleysi mánaðarins væri enn til staðar.... hún fékk heimþrá en hún vissi ekki hvert - ætli það sé ekki svona sem beljum líði rétt áður en þeim er hleypt út - vaðandi úr einu i annað, nusandi af öllu sem fyrir verður, hlaupa í átt að e--u sem hlýtur að vera gott....

Með von um sumar sem mun lækna öll sár - júní er boðinn velkominn í hús.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf gaman að lesa hjá þér. Vildi að húsmóðirin hefði meiri tíma í skriftir. ;)

Bestu sumarkveðjur til ykkar allra.

Haddý (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband