Föstudagur, 28. júlí 2006
Á 1. sætið stefni ég :)
Ó, já - húsmóðurraunirnar halda áfram...... það er næstum ekkert eins fullnægjandi og að setjast niður með fyrsta kaffibolla dagsins (svona um kaffitímaleytið) ennþá með hárið lufsulegt og ennþá í heimilisjogging -gallanum - já vinir og vandamenn, ég hef staðið mig að því síðastliðnu vikur að koma mér upp heimasetti!!! Þetta er alls ekki eins flott eins og að eiga heimabíó - þvert á móti þá er þetta eitt af því fáu sem ég hafði alltaf svarið að gera ekki. Hérna áður gat ég alveg eins tekið upp á því að skella mér í sætt pils og setja upp á mér andlitið , þrátt fyrir að ég vissi að það væri enginn nema ég og jú, heimilisfólkið sem myndi bera dýrðina augum.....í dag er hins vegar annað upp á teninginn.... ég er s.s búin að koma mér upp heimadressi - hómí átfitti sem nánast hoppar á mig þegar ég kem inn úr dyrunum ´
- (hérna vantar ef til vill smá lýsingu á dressinu sem samanstendur af) :
útjaskaðar ljósgráar joggingbuxur (áttu að vera J-Lo buxur einhvern tíma í brjálæðis bjartsýni) sem ná rétt niður á hálfa kálfa og sýna þar af leiðandi ALLTAF mína yndisfögru (og kafloðnu) húsmóðurleggi, einhver þægilegur bómullarbolur - helst ljós á lit svo hægt sé að sjá hversu margir hafa notað mig fyrir eldhúsþurrku yfir daginn og já ekki má gleyma að vera berfætt......alltaf berfætt, einfaldlega bara af því að ég orka ekki að reyna að finna samstæða sokka á mig....beru tærnar skarta síðan eldrauðu naglalakki sem að sjálfsögðu er löngu fallið á tíma. Allt þetta mætti nú kannski umbera með ágætis andliti en þar sem að verulega hefur dregið úr kröfum á þannig fylgihlut þá hefur meikuppið farið úr því að vera nánast alltaf á, í það að vera aldrei á - sem þýðir að ef á að gera sér dagamun þá er ótrúlegur munur að sjá augun maskeruð.....
Ég hef mikið verið að pæla í því hvernig og hvenær ég fór að lenda í hinni vinsælu gryfju þægindanna, að verða ein af húsmæðrunum - að vera ein af þeim sem undirstrikar þá almennu hugsun að VIÐ húsmæður séum ekkert nema sjúskaðar eldhúsþurrkur....ég get auðvitað talið upp margar afsakanir: ég á 3 börn ég á mann sem er mikið að heimann, ég er búin að búa í ferðatösku síðustu mánuði - við erum að flytja blablablablalba ...... en þegar allt er tekið til umhugsunar þá er það ég sjálf sem hef skipað mér í 5. sætið í fjölskyldunni okkar!! Þrátt fyrir að það sé erfitt að viðurkenna galla sína þá held ég að sú fórnfýsi sem við mæður viljum sýna sé mjög oft áskapað sjálfskaparvíti... hver segir t.d að börnin okkar geti ekki klætt sig sjálf og matað eftir 4 ára aldur - hver segir að þau hafi áhuga á að láta klæða sig og mata? Er það ekki mitt að drífa mig út fyrir hússins dyr og að líta út eins og ég vil að aðrir sjái mig?
ég hef verið mikið í naflaskoðunum upp á síðkastið - og hef komist að ýmsu í þeim málum - en þegar allt er á botninn hvolft þá er enginn nema ég sjálf sem ákveð í hvaða sæti maður á að vera - lífið er ekkert nema forgangsröðun og í minni forgangsröðun eiga allir að keppast um að vera í 1. sæti
p.s ég vona að allir geti andað léttar núna þar sem að hómídressinu hefur verið pakkað niður (lengst niður) í tösku og verður aðeins tekið upp aftur ef mikil þörf verður á .....
stelpur verum sætar - fyrir okkur sjálfar og engan annan!!!!!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.