Memórís

Ég er ennþá að flytja! Þetta hljóta að fara að verða lengstu flutningar sögunnar: ef ég er ekki að flytja búslóð á milli landa, pakka í kassa, teipa saman kassa, raða - flokka - henda fötum, henda - flokka - raða skóm um skó frá skóm til skóatralalallalallaaaa (já, hvaðan koma allir þessir skór?)....þá er ég að pakka upp úr öllum þessum kössum og fatapokum, raða og flokka flokka raða raða flokka FOKK hvað þetta er leiðinlegt - svo ekki sé minnst á alla millibils flutningana og pakkningarnar við að koma 5 manna fjölskyldu í; útilegu, í sumarbústað í heimsóknir og í sund og í íííííííííííí ok smá yfirbrennsla - en ég verð að segja að þetta er ekki skemmtilegt :)

Flutningarnir frá Danmörku er hausverkur sem fer minna fyrir núna, í staðinn hefur tekið við hinn gríðarlegi verkur við að safna saman öllu okkar hafurtaski sem var skilið munaðarlaust eftir út um víðan völl þegar við fluttum til Danaveldisins..... það er ótrúlegt hvernig verðmætamatið hefur snobbast upp á 6 árum - allt það sem bara varð að geyma ÞÁ, hefur miskunarlaust fengið að fljúga í sorpu eða í góða hirðinn  - og það er af nógu að taka - skór og föt og föt og skór, já, jafnvel leiðinlegar bækur hafa fengið að fara (og ég sem hendi ALDREI bókum) en það er eins og maður orki ekki að huga að öllu þessu dóti - hvað þá að finna því verðskuldað heimili

En minningarnar (memórís tral la lallaaa (sungið a la söngleikurinn Cats) þær streyma á móti manni þegar tekið er upp úr öllum þessum kössum. Ég man eftir hverri einustu bók sem ég tek upp, strýk yfir litlu börnin mín sem ég hef haft nagandi samviskubit yfir að hafa skilið eftir á rykföllnum háaloftum. Ég man hvað ég hreifst við að lesa Hundrað ára Einsemd og gat ekki beðið eftir að lesa hana aftur og aftur, ég man eftir hughrifunum þegar ég komst að því að öll skilningarvitin geta verið virk við að lesa teksta - þegar Ilmurinn kom manni til að þefa af viðbjóðnunm í sjálfri sögunni ég man og ég man.... og ég man EKKI - var löngu búin að gleyma að  ég hélt dagbækur í tonnatali, allt sem ég hafði samviskusamlega skráð í litlar stílabækur sem líta það sakleysislega út að þær voru næstum komnar á kaf í svartan ruslapoka - sökum lítillætis síns.

Það er skrýtið að setjast niður og rifja upp minningarnar, ég fletti feimin í gegnum dagbækurnar og það er ekki laust við að mér finnist ég vera að kíkja inn í líf einhverrar annarar manneskju - það er ekki alltaf sem maður er jafn opinskár við sjálfan sig og þegar maður skrifar skilaboð sem enginn annar á að fá að sjá.......ég gleymi mér í  hugmyndum um framtíðina, sögum af kærasta(um), vandamálum (sem virðast smávægileg í dag en voru SVO stór;) sorgum, gleði og öllu öðru sem heilinn var fyrir löngu búinn að flokka - raða og geyma.....

geyma, ég bít á jaxlinn og þrjóskast við að flokka draslið áfram, veg og met og bý til lítil tímahylki - og gæli við þá hugmynd að seinna meir muni ég fara í gegnum draslið á ný, raða - flokka og geyma og gleyma mér í djúpi minninganna....


p.s það væri gaman að fá að heyra í ykkur þarna úti ( ég veit hver þið eruð múhahahahahhhahahhaha) búum til fleiri memórís


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já minningar! Það góða við að flytja er að þá fer maður í gegnum allt dótið sitt og flokkar og hendir, og þar af leiðandi minnkar ummál draslisins sem maður er endalaust að draga á eftir sér. En svo kemur á móti að stundum í æðiskasti hendar maður of miklu, ég elska nefnilega of mikið draslið mitt ;o)
Gangi þér vel með að flytja enn og aftur...
kv. Halla

Halla (IP-tala skráð) 10.8.2006 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband