Dútl og dúllerí

Sökum ótrúlegrar veðurblíðu á austurhluta landsins eru enn kassar og óteljandi verkefni eftir hérna í íbúðinni..... það er svo sem í lagi - við erum komin HEIM!!!! Krakkar og fullorðnir búnir að róa sig niður - og allir tilbúnir að takast á við rútínulíf vetursins. Krakkalýsið er á borðum og stendur stolt við hliðiná rjúkandi hafragrautnum - það verður að segjast að við njótum þeirra forréttinda núna að húsfreyjan (ég) er heimavinnandi - veit ekki hvort þetta væri svona ljúft og afslappað á morgnanna ef að við hjónin værum bæði útivinnandi og þyrftum að hendast af stað fyrir klukkan átta.....en eins og er njótum við þessara forréttinda og sumir njóta þeirra betur en aðrir ;)

Dóttir mín sagði við mig í morgun: " mamma ég vil læra á píanó eins og þú gerðir þegar þú varst stelpa - en ég vil læra svo mikið á það að ég fer í hljómsveit og verð fræg tónlistarkona - þannig að ég vil ekki vera svona bókafræðingur eins og þú heldur fræg píanókona". Ég fylltist ótrúlegu stolti við þessar fréttir - þrátt fyrir að allir vilji eignast aukaútgáfu af sjálfum sér (jájá viðurkennið það bara) þá var ég þó ekki stoltust yfir því að dóttir mín vildi verða eins og ég - heldur frekar af því að hún vildi ekki verða eins og ég. Þannig er ætlunarverk mitt á leið í rétta átt - að ala upp einstaklinga með sjálfstæða hugsun og hugmyndir byggðar á eigin löngunun.  Sjálfstæðið náði að vísu ekki lengra en það að það voru tárafull augu sem kvöddu mömmu sína og litla bróðir, fyrsta skóladaginn í nýjum skóla. En þetta ávíst að herða mann - mamman var allavegna duglegri að takast á við tárin núna en fyrir ári síðan  þegar mjög svipaðar aðstæður komu upp ;)´

Ég lofaði vinkonu minni að reyna að hafa allavegna eitt blogg án þess að ég væri að skammast og tíkast út í allt og alla - ég vona að ég sé að standa mig ;)

Hérna fylgir svo uppskriftin af einfaldasta pæi í heimi :

ath! það má stækka og minnka uppskriftina eftir þörfum, einnig má skipta eplunum út fyrir e-ð annað gott t.d: rabbabara, bláber, perur.....

150gr kalt smjör

150gr hveiti

150gr sykur

2-3 rauð epli

kanelsykur (eftir smekk) 

salthnetur

rifið súkkulaði til skrauts

Smyrjið eldfast mót og afhýðið og skerið eplin í báta, raða eplunum fallega í mótið, stráið kanelsykrinum yfir eplin.

Myljið smérið saman við þurrefnin- dreifið yfir eplin. Stráið söxuðu súkkulaðinu og salthnetum yfir. Bakið við c.a 200 gráður þar til orðið gullinbrúnt. Borðið með þeyttum rjóma, sýrðum rjóma eða vanilluís mmmmm.......

knús og kossar
lífsglaða húsmóðirin

p.s látið mig vita hvernig bragðast ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband