Kennari kemur í heimsókn

Nú var rúmlega áratugur síðan þau hjónakornin höfðu hafið fátæklegan búskap. Hún mundi hversu stolt hún hafði þurrkað af samviskusamlega tvisvar í viku, skúrað og skrúbbað gólf og skipt á rúmi líkt og um 5 stjörnu hótel væri að ræða. Hún mundi eftir að hafa tuldrað niður á stækkandi magann  "hjá þér mun alltaf vera fínt og flott" ;)

Eftir komu prinsessunnar var erfiðara að halda staðli 5 stjörnunnar og eftir því sem fermetrarnir urðu færri og fjölskyldumeðlimir fleiri - þeim mun slakari urðu kröfurnar og tilgangur snyrtimennskunnar virtist harla tilgangslaus... og að lokum virtust allir meðlimir hafa það gott jafnvel þótt skipt var á rúmum eftir hentugleika og þurrkað af ef ýtrustu nauðsynar krafðist -  og þannig breyttist forgangsröðunin og ljúfar samverustundir tóku við af nöldri um ajax, þvol,  punt og prjál.

En nú var svo komið að stóra ofurfjölskyldan var flutt út á land. Í fyrstu átti húsmóðirin erfitt með að benda á það sem henni fannst öðruvísi hér en því sem hún var vön. Auðvitað var fólk hér eins og annað fólk- nándin var að vísu aðeins meiri en í Kaupmannahöfn eða Reykjavík.  Hér bankaði pósturinn tvisvar áður en hann æddi inn með póstinn ( það tók dálítinn tíma fyrir húsmóðurina að uppgötva rútínu póstsins- bara svona upp á að vera ekki ákkúrat á klóinu þegar hann æddi inn:) - og það var bara allra fyrst sem henni fannst óþægilegt að fara í Vínbúðina, heilsandi sömu afgreiðslukonunni ( sem líka hafði verið með henni í mömmugrúbbu) sem útlistaði fyrir henni hversu mikinn bjór húsmóðirin hefði keypt þann mánuðinn..... allt þetta skrifaði húsmóðirin á nánd sveitarómantíkurinnar og opnaði sátt faðm sinn fyrir þessari lífsreynslu...

En nú var komið að því að koma miðstráknum í skóla - spennt biðu þau hjónkornin eftir persónulegri símhringingu frá kennara drengsins - því þannig tíðkaðist það hérna... biðu eftir samtali þar sem þau fengu að vita næsta skref í innvígslu stráksa í skólakerfið - og loks kom hringingin sem þau höfðu beiðið svo óþreyjufull eftir "ég, mun koma á morgun í heimsókn og ræða við ykkur foreldrana og strákinn líka - hvernig hentar kl:17???)

Sveitt, líkt og hún væri að taka þátt í sjálfu Reykjarvíkur maraþoninu, hljóp húsmóðirin um íbúðina strjúkandi versta skítinn og sópandi upp möl og sandi (sá litli var nýbyrjaður í leikskóla) tuldrandi fyrir munni sér "af hverju í ósköpunum er ég ekki að nýta minn dýrmæta tíma í vinnu eða jafnvel lesturs"  Nú mega lesendur ekki halda að húshaldið hafi verið vanrækt, saman hafði fjölskyldað tekið samviskusamlega um helgina - en það var þannig að þeir c.a 15 fermetrar sem reiknuðust á mann hér - virtust magna upp skít og draslaragang (7 börn auka í kaffi og heimsóknum áttu líka sinn þátt í að sjúska heimilið til)

Hún settist niður og fékk sér kaffibolla og ilmandi kökusneið með (ekkert bíður fólk jafnvelkomið og ilmur af baksri) hún þurrkaði svitann og leit á klukkuna: 14:53 - kannski næði hún meira að segja að hekla smá blúndur - því hún hafði tekið eftir að eldhúsglugginn þeirra var sá eini í bænum sem ekki var dekkaður af ömmu-heklaðri blúndu....  það myndi áreiðanlega líta vel út ásamt kökuilminum, svona ef kennarinn væri þannig.

Húsmóðirin gekk frá ryksugunni og reyndi að líta á heimilið sömu augum og væntanlegur gestur - júbb þetta ætti að duga - allt til að tryggja gott orðspor drengsins inni á kennarastofunni.

Klukkan var 14:56 og hún reyndi að meina krakkahrúgunni inngöngu - það var farið að blása úti og þau höfðu verið dugleg að leika síðustu 3 klukkutíman. "Æji, greyin mín komið inn og fáið ykkur köku -ég var að baka. Tvö börn með sitthvora tvo gestina með sér, ruddust að eldhúsborðinu og nú var litli kallinn vaknaður líka. Hún leit á sand- og mölhrúguna sem myndaðist á gólfinu þegar hún tók hann úr vagninum og það var ekki laust við að geðveikislegt glott færðist yfir varir hennar

Kakan var búin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband