80% gott samband

Mér hefur alltaf þótt gaman  spá í spilin - þeir sem mig þekkja hafa jafnvel lent í því að fá upplýsingar um framtíðina, ástir, vonir og þrár- allt séð í gegnum einn ákveðinn spilastokk. Það er langt síðan síðast - svo langt að ég er farin að sakna þess svolítið að sinna ekki þessari trú minni á örlögin.....til þess að fullnægja aðeins þessu annars ágæta áhugamáli, eyddi ég nokktum tíma í að "gúggla" að mér upplýsingum um alla fjölskyldumeðlimina - persónluleika þeirra, starfsmöguleika og já, jafnvel hversu vel við hjónin eigum saman- allt er þetta að sjálfsögðu reiknað út frá stöðu himintunglanna og ég efast ekki um að allt sé satt og rétt ;) Njótið vel

Tóta (Snákur og Vog):

Þessi blanda af stjörnumerkjunum er ein sú eftirsóttasta af þeim öllum. Vogin leggur mikla áherslu á tign og bætir því þannig  snáks-merkið til muna. Þessir tilteknu snákar eru miklir fagurkerar og elska að vera hrókar alls fagnaðar :) Í ástum eru þeir bæði rómantískir og hugsjónasamir.

Tilvalin störf:  Prófessor, Málamaður, Kennari, Sálfræðingur, Geðlæknir, Stjörnufræðingur, Miðill, stjórnandi almannatengsla, innanhúshönnuður.

...

Gunni (Snákur og Meyja):

Fólk í þessum stjörnumerkjum vilja vera við stjórnvölin. Þeir eru líka annsi góð í að skipuleggja:) Þeir nota smátriða"sýki" meyjunnar til að vera vissir um að allt gangi smurt. Fólk í þessum merkjum eru í sífelldri leit við að styrkja stöðu sína í samfélaginu. Þeir leggja aðaláherslur sínar á hið vitsmunalega, og geta stundum virst vera tilfinningalausir.

Tilvalin störf:  Prófessor, Málamaður, Kennari,  Stjörnufræðingur,  stjórnandi almannatengsla

 ...

Góa (Tígur og Fiskur):

Tígrisfiskarnir eru elskendur. Þeir eru tilfinninganæmir og ljúfir. Þeir eru yfirleitt fyrri til að stofna til nýrra kynna. Þeir eru duglegir við að fela ástríður sýnar og gera það af mikilli þolinmæði :).
Tígrar eru fæddir til að stjórna. Þetta gefur þeim vald sem mörgum finnst erfitt að standast. Þeir eru aðlaðandi og skemmtilegir en missa þó aldrei sjónar á takmörkum sínum eða hinni miklu stjórnsemi.

Tilvalin störf: Frumkvöðull, Herstjóri, Stjórnmálamaður, Tónlistarmaður, Rithöfundur, Skáld, Leikstjóri (í leikhúsi), Verðbréfasali, Kvikmyndastjarna, Verkalýðsforingi, Forstjóri.

 ...

Krummi (Snákur og Bogmaður):

Menn í þessum merkjum vinna hörðum höndum að öllu sem þeir stefna að. Þeir hafa, hægt en örugglega, byggt orðspor sitt  á virðingu og á afrekum sínum. Þeir eru mjög þolinmóðir,óg bíða gjarnan eftir því sem þeir girnast. Þeir eru heiðarlegir og sanngjarnir í óskum sínum. 

Tilvalin störf: Prófessor, Málamaður, Kennari, Sálfræðingur, Geðlæknir, Stjörnufræðingur, Miðill, stjórnandi almannatengsla, innanhúshönnuður.

 ...

Nói (Hani og Bogmaður):

Menn í þessum merkjum eru yfirleitt mjög kátir og heimspekilega þenkjandi. Þeir eru hressir sem hjálpar þeim við að halda þeim síkátum. Þeir eru þekktir fyrir góðmennsku sína og þeir eiga það líka til að taka klaufalega til orða ("they have the tendency to talk with their feet in their mouths!!!! - hihi Nói er alltaf með lappirnar uppi í sér - rífur sig alltaf úr sokkunum til að framkvæma þessa aðgerð)

Tilvalin störf:  Sölumaður, Veitingahúsaeigandi, Hárgreiðslumaður,  Bóndi, Þjónn, Fréttamaður, Tannlæknir, Slökkviliðsmaður, Öryggisvörður, Lögreglustjóri.

...

Gunni og Tóta (the love scope):

Tveir snákar parast vel saman þar sem að þeir eru jafn óöruggir á sömu sviðum í lífinu, þannig geta þeir róað hvorn annan. Sem elskendur ættu þeir að eiga afar nautnafullar og fullnægjandi samband. 

Einkunin 80% er gefin þessu sambandi

 

Þá hafið þið það !!!!

knús og kossar á góðum sunnudegi

Tótlan

p.s Ef þið viljið kanna framtíð ykkar og ágætu persónusköpun:

http://astro-services.com/chineseastro/match.php


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

He he he heldur þú ekki að við Símon pössum 100% saman. Kann betur við Kínverjana en okkar menn, því samkvæmt þeim passa bogmenn og naut alls ekki saman. GO CHINA!

kkv Kristín

p.s. heldur þú ekki að forsetaembættið henti mér og hjúkrunafræði spússanum!!!

Kristín (IP-tala skráð) 6.9.2006 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband