Ég hjarta New York

Indian summer
Menningarhópar upp til hópa
Hverfin ólík en samt svo lík
Túristast smá (Empire State, Times o.fl. = klikkun)
Sofa út og borða brunch á hverjum morgni
Slæpast og versla líka í Soho
Vera ein með kallinum mínum :)
Búa á besta stað í Soho með útsýni yfir alla borgina (ólýsanlegt)
Fara í bátsferð í kringum Manhattan á einkabáti í 32 stiga hita á meðan
Anthony (úr the Anthony and the Johnsons) syngur lög með sjálfum sér
(ógleymanlegt)
Brooklyn bridge og hin undurfagra frelsisstytta
Prófa bara smá brot af öllum flottu veitingastöðunum - mæli með nokkrum
japönskum.....mmmm og mið austurlenskum og ítölskum og og og ...
mmm.... blúberrí pönnukökur og egg benedikts... og nýr djús
Meatpacking d.str. og Central Park á góðum degi og ógleymanlega Bleacker
street og the Village og jazz og blús og rokk og hipp hopp (hver þarf að fara á söngleik?? - þegar allt er á næsta götuhorni)
MOMA
graffíti og gallerí og listamenn í Chelsea
slice of pizza
læti og bílflautur og hróp og köll
gulir taxar
umferðateppur
afmælisveisla upp í úthverfi N.Y. - uppi í sveit
og svo er allt búið - kokteill fyrir flugið
og síðan bara yfir hafið og heim
Reykjavík - ég sakna hennar

En samt gott á sinn hátt að vera komin aftur heim - ég þrái heim
Teikna með trélitum.....og held áfram að vinna  ;) 

Hlýja,
tóta (orðin allt í einu fullorðin samkvæmt öllum pappírum)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ohhh við erum einmitt að fara til NY i desember :) verð að fá lista yfir staði sem þið mælið með að sjá og éta á ;) en til hamingju með að vera orðin fullorðin.. það fór að vísu alveg framhjá mér að maður yrði fullorðinn á þessum aldri ...eitthvað miskilið þetta !!

knús til ykkar allra..

p.s. sáum Matthías Skjöld skora frábært og mikilvægt mark í gær.. flottur leikmaður!

María frænka (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband