Geggjaða kennarakonan

Húsmóðirin góða var á leið heim frá lokahófi. Síðastliðnir þrír mánuðir höfðu liðið allt of hratt enda hafði það verið markmiðið - að halda sér svo ógurlega önnumkafinni að kuldinn og skammdegið myndi æða hjá - þetta virtist hafa virkað. Allavegna ætlaði hún ekki að trúa því að nú væru íslenskunemarnir hennar útskrifaðir - og senn væri nóvember á enda. Hópur fólks alls staðar að úr heiminum sem fyrir nokkrum mánuðum höfðu litið tortryggnir á þessa ráðvilltu konu reyna fyrir sér í kennarastólnum, voru núna orðnir að góðum hópi kunningja. Hún hafði aldrei viljað nálgast þessa kennslu sem predikari eða e-r sem vissi hlutina betur heldur bara miðla af þeirru reynslu sem hún sjálf hafði upplifað - sem útlendingur en fyrst og fremst sem nýbúi úti á landi.

Lokahófið hafði verið skemmtilegt - pólskir drykkjusöngvar, þýskur ljóðaupplestur og umræður um hannyrðir við taílenskar vinkonur, skemmtilegar þjóðsögur frá Spáni og rússnesk máltæki - hún hafði fengið kökk í hálsinn og undarlega hlýju fyrir hjartað þegar nemendur hennar tóku við viðurkenningarskjölunum og ennþá hrærðari varð húsmóðirin þegar hún leit yfir þann fjölda blóma og gjafa sem henni hafði verið gefið. Hún bar herlegheitin út í bílinn sinn og hún minntist þess sem góðnemandi hennar sagði við hana í kveðjuskyni: "þú vera geggjað kennarakona"

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hí, hí.... já Tóta mín þú ert ekki bara gjeggjað kennarakona heldur líka gjeggjað vinnukona eins og ein þýsk sagði við mig um árið og átti að sjálfsögðu við vinkona. Keep up the good work lady!

Steinrún (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband