Yndisfögur spennan eykst

Nú var mikil spenna í bænum - enda litli keisarinn búinn að halda upp á afmælið sitt og Krumminn flottasti líka búinn með sitt bekkjarpartý og ekkert eftir nema að undirbúa sjálf jólin. Húsmóðirin var vægt sagt dauðuppgefin því ofan á allt annað var mikið að gera í vinnunni og jóla-skyldurnar virtust hrannast upp. 

Jólasveinninn kom samviskusamlega á hverri nóttu nú og setti hann í 3 fallega jólasokka sem  héngu við hvert barnarúm og börnin - börnin voru líkar afturgöngum, hvít og með bauga. Þrátt fyrir að húsmóðirin góða vildi kenna veikindum s.l. mánaðar um, þá grunaði  hana líka þessa yndislegu ofurspennu sem jólasveinarnir voru valdandi af.

Hún sat við kertaljós og skrifaði jólakortin og rifjaði upp hversu ótrúlega langt var síðan þau áttu heima í Danmörkinni góðu - samt voru þetta bara önnur jólin þeirra á Íslandi. Hún skrifaði hvert einasta kort með söknuði, söknuði til vina og ættingja og minnti sjálfa sig á að þau höfðu líka verið vængbrotin þau jól sem þau áttu heima úti. 

Jólin eiga að snúast um að rækta sambandið við sína nánustu, hittast og rifja upp góðar minningar kökkurinn kom aftur upp í hálsinn og hún kannaði enn og aftur miðann sem var hengdur upp á ískápinn:

26.desember flug EGS - RVK

 

og hlýjan streymdi um hana alla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband