Ár rottunnar

Heimilisfólkið var komið heim - eftir ánægjulega hátíðisdaga í höfuðborginni - börnin voru snartjúlluð af heimboðum, nammi og dekri og þráðu agann og jafnvægið sem einkenndi heimilislífið og hversdaginn. Þegar þau hjónin voru búin að elda matinn, taka upp úr töskum og koma börnum í bólið  hrutu þau ljúft við öxl hvors annars..... og í hugarfylgsnum beggja mátti lesa framtíðarplön steyptar á skýjaborgum.

Og nú var ár rottunnar og völvan búin að spá annasömu ári fyrir húsmóðurina - enda hafði hún sjálf gert upp árið þar sem hún horfði yfir Reykjavíkina í sínum glitrandi diskógalla - það mátti vera að íslendingar væru ruglaðir en henni leið samt vel í mitt í brjálseminni þarna á gamlárskvöldi. Og hún kyssti manninn sinn, og hann horfði á hana líkt og hann gerði fyrstu áramótin þeirra saman....

og hún vissi að nú sem áður fyrr snerist tilveran um þau og engan annan - og hún beit á jaxlinn og bretti upp ermarnar því samkvæmt öllum spám var annasamt hörkuár framundan.

GLEÐILEGT ÁR!!!! 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband