Fimmtudagur, 12. október 2006
Greining Dr. Pill
Þökk sé hinum fagurmælta sjónvarpssála hefur húsmóðirin komist að því að hún er haldin mikilli áráttu sem engöngu er þreyjuð til að koma í veg fyrir að hún þurfi að horfast í augu við vandamál sín. Peysur, húfur, sokkar og vettlingar, mjúkir jólapakkar og já, jafnvel leikföng, allt eru þetta prjónuð afsprengi veruleikaflótta húsfreyjunnar góðu...... hvað ætli komi næst; prjónaður matur eða jafnvel prjónað/klónað eintak af konunni svo hún geti látið prjóna/klóna-eintakið um hin almennu (leiðingjörnu)hverdagsverk á meðan hún sjálf hjúfrar sig upp í sófa með prjónana taktföstu.
Dr. Pill telur að allt eigi sína útskýringu, allar áráttur, hversu meinlausar og skringilegar þær kunni að vera, þá eiga þær sér allar rætur e-s staðar. Hver ætli orsök prjónaáráttunnar sé? Ætli hún sé skild púsl, lestrar- og krossgátuáráttum síðastliðnu áratuga? eða var húsmóðirin það djúpt sokkkin í eigin hugleiðingar að hún tók ekki eftir því að áhugamálið var orðið að áráttu - áráttu sem átti eftir að draga hana niður í þunglyndi eða öfugt ...........
Allar þessar pælingar sem Dr. Pill hafði varpað frá sér gáfu húsfreyjunni góðu hausverk, þannig að hún gerði allt sem í hennar valdi stóð til að rífa sig frá prjónaverkefni sínu (yndisleg lopapeysa fyrir mið -strákinn) og ákvað að gefa mömmugrúbbu kirkjunnar annað tækifæri - svona til þessa að geta allavegna sagst hafa reynt að ná tengslum við umheiminn.....
Það var grafarþögn í óvistlegu kirkjuherberginu, nú voru einungis 8 mæður mættar - og ekkert kaffi til á könnunni. Það var trúlegast að veðrið ætti sinn þátt í slakri þáttöku mæðranna en skýringin gat líka verið sú að þessi mömmugrúbba væri ekki upp á marga fiska...... húsfreyjan góða kom askvaðandi inn úr rigningunni ( hún var sú eina þarna á svæðinu sem var ekki komin með nóg af íslenskri veðráttu - fannst rokið gefa sér kraft og köld rigningin færa sér rósrauðar kinnar - allir hinar komu á jeppum enda komnar með upp í kok af sífbylju rokinu á þessu Roklandi) ... hún bauð hressilega góðan daginn ( þó ekki of hressilega - mátti ekki virka of desperat í félagsskapinn) ...og hellti upp á könnu af ilmandi braga-kaffi. Það hefði verið meira spennandi að segja frá því að "það sló þögn á hópinn þegar hún kom inn" það er samt ekki alveg rétt - það sló engri þögn á - það var þögn þegar húsfreyjan góða sté inn og sú þögn lá yfir eins og slæmt tilfelli af austfjarðarþoku...þessar mömmur höfðu ekkert að spjalla um. "jæja, þá verð ég að finna e-t umfjöllunarefni sem allir geta fundið sig í " hugsaði húsmóðirin góða - loksins komin með fyrsta kaffibolla dagsins í hendurnar.....sjónvarpsþættir, barnamatur, kvöldmatar og já jafnvel slúður um náungann.... allt þetta rembdist húsfreyjan góða við að brydda upp á til að koma af stað ágætu flæði í samræðurnar.....hún leit örvæntingarfull í kringum sig í veikri von um að finna e-ð sameiginlegt með þessum annars ágætu mæðrum á öllum aldri....
Augun staðnæmdust við litlar fætur - lítil 6 mánaða prinsessa sat í kjöltu móður sinnar og undi sér vel, fæturnir voru krúttlegir já, en það sem vakti athygli húsfreyjunnar góðu voru sokkaskórnir sem stúlkubarnið klæddist. Hvítir og handprjónaðir úr mýkstu kanínuangóru-ull og svo einfaldir en þó flóknir í þessari mini - útgáfu. Gat það verið að þarna væri komin önnur prjóna-óð kona... gat það verið að einmitt þarna yrði til vísir að prjóna - saumaklúbbnum sem húsfreyjan góða var farin að láta sig dreyma um?
Hún nálgaðist mömmuna hægt og gætilega, með örlitla vonarglætu í hjarta - nú væri bara að fá það á hreint að þessir skór kæmu úr smiðju mömmunnar - mamman var nýbúin að vera að hreykja sér af skónum og hversu einstakir þeir væru....."jiiii, hvað þetta eru sætir sokkaskór- varst þú að prjóna?" Ein setning sem myndi kannski breyta öllu lífi húsfreyjunnar - sjá til þess að "árátta" hennar hefði ekki verið neitt annað en leið til að eignast nýja vini og komst út úr húsí - ha haa Dr. Pill - in your face!!! ......en sigurbrosið brotnaði í öreindir þegar hás hlátur mömmunnar smeig inn um eyru húsfreyjunnar...."hahahhahahah ég að prjóna ......nei hei þetta var sko keypt í Reykjavík - í Kringlunni meira að segja" hinar mæðurnar hlógu hátt með - loksins höfðu þær e-ð að tala um - "hver prjónar nú til dags" " það ernú orðið alveg útdautt að prjóna" " amma mín prjónar ef ég legg inn pöntun - henni finnst það samt ekki gaman...."
Húsfreyjan var komin heim til sín - rigningin og rokið hafði ekki gefið henni þá orku sem hún var ætíð að lofsyngja ( sá lofsöngur var að vísu miklu áhrifameiri þegar hinu íslenska veðurfari var lýst fyrir dönunum í danaveldi - en ekki þegar þurfti að upplifa veðurfarið í beinni á hverjum einasta degi) Hún var uppgefin - hún reyndi að telja sér trú um að hér væri á ferð þreyta vegna roksins og vegna brekkunnar sem ætíð þurfti að klífa á leiðinni heim......en hún vissi innst inni að Dr. Pill hafði rétt fyrir sér - Prjónaskapurinn var leið húsfreyjunnar til að hylma yfir e-ð sem hana vantaði ... það versta var að nú vissi hún hvað það var.
Húsfreyjan góða hlustaði á regndropana lemja rúðuna - útbjó sér einn tvöfaldan expressó og byrjaði á ullarsokkum handa prinsessunni sinni .....fegin yfir að árátta hennar væri þó ekki alvarlegri en þetta
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ sæta
Mikið lítur þú vel út í dag! Prjónaðir þú þessar tátiljur sem þú ert í?
Lífið í sveitinn hljómar ljúft, gott að hafa tíma til að tala við, knúsa og kyssa krakkalakkana. Held að margir foreldrar væru meira en til í aðeins meiri tíma með börnunum.
Er ekki slatti af fólki úr borginni þarna sem hægt væri að bjóða í kaffi og kenna að prjóna? Ég þyrfti að komast í kennslustund til þín.
Bið að heilsa fjölskylduhópnum
Þín Kristín
Kristín (IP-tala skráð) 13.10.2006 kl. 11:19
Já hann Dr. Phil og Oprah. Ég held að margar húsmæður hafa fengið sig "óverdós" af þeim. Ég væri sko meira en til í að koma heim til þín í rigningunni og rokinu og sötra kaffi og prjóna. Ef það væri nú til svo flott vél...
Skemmtilegt að sjá myndir
Bestu knús kveðjur Halla
Halla (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.