Vetur konungur bankaði upp á hjá mér

Mikið get ég verið barnaleg..... það er eins og ég hafi búið í danaveldinu alla mína ævi og aldrei kynnst hinni íslensku veðráttu áður. Í morgun kom veturinn hingað til Egilsstaða. Það var ekki svoleiðis að hann hafi fyrst verið búinn að koma með smá forleik með tilheyrandi kuldaatlotum eða blæstri ....ó nei í gær gekk ég um með barnavagninn í bongó blíðunni - sveitt í allt of miklum fötum (er enn að klæða mig eftir almanakinu - eins og danirnir gera - en ekki eftir sjálfu veðrinu) og í morgun vöknuðum við upp við snjóbyl....

Allavegna það varð uppi fótur og fit í hugarsfylgsnunum - alltí einu varð húsmóðirin að vinna yfirvinnu í skipulagningu - hvar voru kuldafötin á börnin - átti sá yngsti yfir höfuð kuldagalla???? voru allir vel græjaðir af vettlingum og lopasokkum (nú kom offramleiðslan í prjónageiranum sér vel) hvernig með bílinn - kemst hann áfram á smellfínu sumardekkjunum sínu - við erum úti á landi - og er ekki alltaf snjóflóð og óveður úti á landi.......íííííííííííííí´- það bræddi nær yfir í heilanum og klukkan ekki einu sinni búin að slá 7:00.

............ húsmóðirin góða ætlaði að gera svo mikið í dag ........en þar sem hún fékk vetur konung í heimsókn ákvað hún að hafa það náðugt með þeim prinsum og bjóða upp á rjúkandi heitt kakó í tilefni dagsin ( hei þetta er nú líka hennar AFMÆLISVIKA)

 

saknsaknsaknsaknkansnaks

tótlan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband