Laugardagur, 15. mars 2008
Falskt vor vekur upp óróleika
Það var mikið um dýrðir í póstkortalandinu núna - fjöllin sífellt með nýbreidda ábreiðu hvíta gullsins og ekki laust við að tréin í hlíðunum minntu húsmóðurina á útlönd og mikla drauma.
Hér var gott að búa - samt voru dagarnir taldir niður í flutninga og breytingar - því að þegar öllu var á botninn hvolft var það tibreytingarleysið sem var að gera útaf við borgarbörnin - það er gaman að horfa á póstkort en að búa í þeim - það var allt annar hlutur- og börnin þeirra virtust skynja þetta eirðarleysi líka, talandi um höfuðborgina í nostagíuljósi og það var ekki laust við að húsmóðirin finndi til samviskubits yfir að troða sínum draumum yfir á saklausar sálir - því hvaða viðmið höfðu þau, höfuðborgin var ekkert nema veisluborð og áningarstaður í þeirra augum - ekki venjan að halda hversdaglsegri rútínu þar.
En nú var kappkostað við að skipuleggja og áætla - milljóna kaupsamningar flugu í gegnum kerfið á meðan hjónakornin svitnuðu við hverja undirskrift og bankarnir voru ekki í góðu skapi þessa dagana - hver aðgerð krafðist staðfestingar og yfirlesturs og nú var öðruvísi hljómur í tunnunni heldur en fyrir aðeins tveimur árum síðan - þegar stórfjölskyldunni vantaði þak yfir höfuðið - nú var tími alvarleikans og húsmóðirin hugsaði með sér að mikið var nú gott að þau tóku ekki gylliboðum bankanna á sínum tíma og "skelltu sé á" 60 milljón króna lánið sem þeim bauðst.
Hún rétti úr sér við tölvuna og leit á dagatalið - það var ennþá langt í þetta - og þó - e-n veginn höfðu mánuðirnir á árinu 2008 flogið framhjá ! og nú voru páskar komnir í hús og húsmóðirin kappkostaði við að fylla heimilið af greinum og liljum - til þess eins að friðþægja eirðarleysið sem helltist nú yfir hana -
Vorið hafði sent sitt fyrsta skeyti og hún nasaði í átt að fjöllunum í þeirri einu von að finna fyrir frelsinu!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Æ mér finnst svo gott að búa í póstkorti :)
María (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.