Laugardagur, 15. apríl 2006
Það er gott að eiga mörg heilahólf
Það er ótrúlegt hvað margir hlutir geta verið að væflast fyrir manni, ég get t.d hugsað um að þurrka af og taka baðherbergið í gegn í nokkrar vikur áður en ég læt af því verða.... (ojjojjj -já ég veit, frekar óhuggulegt ef ekki óhugnalegt) en svo loksins þegar maður hefur tekið sig saman í andlitinu þá er þetta að sjálfsögðu ekki mikið mál - og ekkert rosalega tímafrekt heldur -það er bara sjálf hugsunin sem fyllir út í öll skúmaskot heilans þar til að lokum er ekki mikið pláss eftir. Og þarna kem ég einmitt að aðalástæðu þess að ég er fyrst núna að byrja að blogga;annars vegar finnst mér vera kominn tími til að taka þátt í þessu skemmtilega vefdagbókarfyrirbæri (hef bara þurft nokkur ár til að starta síðu sem þessari - s.s sama sagan og með rykið og tiltektina og allt það) en hins vegar þá hefur mér aldrei fyrr fundist ég þurfa að tappa eins mikið af yfirfullum harðadisknum eins og nú - þegar þreytt húsmóðirin (ég) er byrjuð að vaka fram eftir nóttu (eftir enn eina brjóstagjöfina) bara til þess að koma reiðu á heilahólfin sín - þá er tími til kominn að finna e-ð gott flokkunarkerfi þ.e bloggsíðu sem þessa. Þannig að kæru vinir og vandamenn - hér með byrja ég blogg síðuna mína sem ég hef svo einfaldlega kosið að kalla HUGSANIR HÚSMÓÐURINNAR, einfaldlega þar sem að ég er jú, húsmóðir og hef ekki lengur pláss fyrir allar hugsanir mínar - þrátt fyrir öll mín leyndu heilahólf.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:19 | Facebook
Athugasemdir
Ég ætla bara að láta þig vita að það er erfitt að lesa síðuna þín af því hún er svört. Annars góð
Lóa (IP-tala skráð) 16.4.2006 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning