Söknuður til Esjunnar

Allt of stutt heimsókn í höfuðstaðinn er á enda - það er furðulegt að vera með heimþrá en finnast maður eiga hvergi heima - "nú er horfið norðurland, nú á ég hvergi heeeeeeeeima" Já, hvort sem um er að kenna ofurviðkvæmni á hæsta stigi - mikilli þreytu eða bara einskærum barnaskap, þá átti húsmóðirin erfitt með að segja bless við borgina sína. Hún minntist ekki að hafa upplifað annan eins söknuð til litlu stórborgarinnar og varð stöðugt að reyna að hrista af sér dramatíkina. En það er sárt að sakna einhvers og ennþá sárra að sakna þess sem ekki er til - því að húsmóðirin gerði sér grein fyrir því að hún gat ekki komið með hrein og klár rök fyrir því hvað það var eiginlega sem hún vildi.

...hún leit niður á borgarljósin og raulaði í huganum texta eftir meistarann Megas, og hún vissi nákvæmlega hvað það var sem hún saknaði ...

... hún fékk staðfestingu á grun sínum þegar flugvélin hóf lendingu

hún taldi 50 ljós

og eitt sem slokknaði

 

tótlan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband