Dagurinn sem vorið kom

Það er rétt!!! Dagurinn í dag var sá fyrsti í mjööööög langan tíma sem ég gat stigið út úr rúminu EKKI íklædd ullarsokkum og inniskóm. Þetta er yndislegt. Vorið er loksins komið. Fuglasöngur og birta flæða yfir blómvöndinn minn sem ég hef komið fyrir út í gluggakistu og húsið ilmar af matarlykt síðan í gær. Jamm það er gott að vera til. Þetta er að sjálfsögðu aðeins augnabliks hughrif hjá mér því að áður en ég veit er fuglasöngurinn rofinn með öskri og látum hjá krökkunum og tími til kominn að henda í vél.... en það er samt komið vor, maður finnur það á óróleikanum í krökkunum - þau bíða eins og æstir kálfar að fá að hoppa út um tún - verkefni dagsin: fara út og viðra börnin !!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ sæta mín

Sá að enginn var búinn að skrifa:-/ Gott hjá þér að blogga - mér hefur alltaf fundist vanta blogg frá þér:-) Svo ertu svo góður penni að unun er að lesa:-p

kkv Kristín

Kristín Bj (IP-tala skráð) 22.4.2006 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband