Falskt vor

Hérna tala allir um veðrið - ekki bara hérna á austurhluta landsins, heldur bara á öllu Íslandi. Það eru t.d alltaf veðurfréttir í útvarpi og sjónvarpi og ef það er ekki í fréttatímunum þá er veðurfréttunum smokrað inn á milli laga í útvarpinu.  Auðvitað er þetta e-r arfleifð frá því að karlarnir réru á sjóinn og allir ferðuðust um á tveimur jafnfljótum eða á hestbaki yfir fjöllin flotti. En...... ég nenni ekki að tala meira um veðrið - veðrið á að koma okkur á óvart, það á að vekja upp óvæntar tilfinningar og það er satt að segja ekki það spennandi umræðuefni Cool 

En það er ótrúlegt hvað veðrið getur opnað skúffur og skjalasöfn í hugarfylgsnunum, það að liggja í snjóbreiðu í ljósaskiptunum japla á grýlukerti og búa til engla í snjónum - það er e-ð sem gaman er að tala um - og að finna fyrir kraftinum í snjóbylnum sem sveiflar ljósastaurunum fram og til baka fyrir framan eldhúsgluggann minn - þá finnur maður fyrir smæð sinni....eða að anda að sér ferska ilminum af vorinu þegar gróðurinn lifnar við eftir vetrardvalann - ómetanlegt...

...í morgun kom vorið - snjórinn drýpur af húsþökunum og skilur eftir polla og krap úti um allt. Það þurfti ekki að moka sig út að bílnum í morgun og allir fóru á peysunni í skóla og leikskóla.... yndisleg frelsistilfinning sem húsmóðirin vissi að væri fölsk og aðeins komin til að erta uppi í henni skammdegisþunglyndið. En svona á Ísland til að koma manni á óvart - með smá hrekkjum hér og þar - ætli þetta sé arfleifð gömlu jólasveinanna? að stríða mannfólkinu svona rétt fyrir jólin til að minna það á barnið í sjálfum sér?

O, jæja. Það er ekki annað en að njóta stunda á milli stríða, fara í ullarpeysuna oga arka yfir pollana með barnavagninn - enda ekki seinna vænna að njóta síðusta daga fæðingarorlofsins - já húsmóðirin er búin að gefast upp á því að sannfæra sjálfa sig um að hún sé best geymd í þvottahúsinu og í brrr brr og mu mu leikjum þurrkandi af prjáli og punti- hún hefur kyngt stoltinu og er komin með pláss fyrir konfektmolann sinn og horfir björt fram á margar vinnustundir við það sem hún unir sér best við.

Hún horfir yfir krakkaskarann sinn og hugsar hvað það væri nú yndislegt að fá allt sem hún óskaði sér-  ánægða krakka, ánægða fjölskyldu, starfsframa, og fyrst og fremst ró í sálunni - en hún vissi að það var eins og með vorið - það kemur þegar það kemur og enn um sinn þurfti hún bara að feika það .........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleymi stundum að kvitta fyrir mig. Skemmtilegar myndir, hefði alveg verið til í að smakka á snittunum mmm..... Eins og e-r sagði; "feik it til jú meik it".

Hilsen frá rigningunni og rokinu á jótlandi 

Hallfridur Gudmundsdottir (IP-tala skráð) 8.12.2006 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband