Fimmtudagur, 23. október 2008
9 ár í h(n)appheldu
Húsmóðirin var rétt eins og flest annað fólk að reyna að átta sig á stöðunni. Peningafyllerí örfárra nýríkra Íslendinga var allt í einu orðin að ábyrgð hvers heimilis í landinu - hún leit yfir ríkulegan barnahópinn sinn og áttaði sig á því að þrátt fyrir mikinn hagvöxt í þeim málum - þá myndið Ríkið engan veginn taka tillit til þess framlags.
En e-n veginn hélt lífið nú áfram - því lífið snýst ekki eftir hjóli atvinnulífsins - heldur eftir skilmálum náttúrunnar, og sólin kemur upp og nótt og dagur mætast og börnin halda áfram að vaxa og þroskast og árin að bætast við safn minninganna.
Henni fannst það hafa gerst í gær - þegar þau stigu upp að altarinu -svolítið stressuð og svolítið flissandi yfir þessu stússi öllu - á leið til Danmerkur í nám og algjörlega óviss um hvað framtíðin bæri í skauti sér...
...nema eitt - og það var víst - þau myndu snúa aftur HEIM - og byggja þar bjarta framtíð um aldur og ævi - börnum sínum til heilla.
9 ára gömlu brúðhjónin sem höfðu hjúfrað sig saman í sófanum, gengu nú hringinn um íbúðina til að slökkva öll ljós og breiða yfir unga.
Og í eitt örstutt augnablik fannst þeim eins og þau ættu allan heiminn.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:23 | Facebook
Athugasemdir
ó hvað þið eruð sæt...þú ert algjört beauty :) knús og sakn íxxx
irislind (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 12:38
Tíminn líður aldeilis hratt, nærri áratugur síðan þið giftuð ykkur. kv. Dröfn
Dröfn (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.