Loxins 7!

krummi_7ara.jpgOg þá kom að því, 7 ára varð prinsinn loksins - stóri strákurinn hennar sem með örvæntingu í augum hafði farið í hvert afmælið af öðru síðan í sumar, ALLIR voru orðnir sjö ára nema hann (húsmóðirin horfði vingjarnlega á drenginn sinn og bjó sig undir skammaræðu næsta áratuginn..."hvað voruð þið að hugsa veistu hvað er óréttlátt að fá ekki bílpróf fyrr en í desember" ;)

En stundinn rann að sjálfsögðu upp og stoltur vakti morgunhaninn heimilisfólkið fyrir allar aldir á afmælisdeginum sínum, heimtaði sömu lúxusmeðferð og keisarinn, bróðir hans, hafði fengið nokkrum dögum áður. Það var þó ljúf sú staðreynd að vera mun eldri en keisarinn. 

Og hún knúsaði litla strákinn sinn og sagði honum, í hundraðasta sinn, söguna af því þegar hann kom í heiminn, uppi á tuttugustu og sjöttu hæð á Herlev hospital og hann var svo svarthærður að ekki kom til greina að barnið yrði kallaður Máni heldur leitaði Hrafninn hann upp og festist við..... og það ískraði í honum hláturinn þegar hann heyrði söguna af því þegar hann var 3ja ára og var eins og Krumminn - hafði falið allt glingur og skart og smápeninga undir dýnunni á rúminu sínu - alveg eins og skemmtilegi og bikasvarti krumminn sem er einn klárastur fugla.

...og nú var enn eitt afmælið á enda og þreyttu og sælu hjónin komu sér fyrir og voru alsæl yfir því að geta loksins haldið hátíð HEIMA.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband