Fimmtudagur, 27. apríl 2006
Erum við kannski öll klikkuð?
Það er búið að vera einstaklega heilsusamlegt og hressandi fyrir sálina upp á síðkastið að fara út að labba með barnavagninn, sumarið er að skríða fram hérna í Frederiksberg og það er gaman að sjá framan í fólk - svona til tilbreytingar- engin treflaandlit lengur. Og allir eru glaðir, meira að segja leigubílstjórarnir gefa manni séns til að komast yfir götuna, og gamla fólkið gefur sér tíma til að leyfa litlu kjölturökkunum sínum að nusa af umhverfinu ( það hefur annars verið frekar skondið að horfa á gamla fólkið arka áfram í vetur haldandi á tuskuhundunum sínum í slabbi og roki ). En allt þetta og svo magt fleira var ég að hugsa um þegar ég labbaði úti í góða veðrinu í gær, og þá gerðist svolítið merkilegt !! ég veit ekki hvort fólk datt á sínum tíma ofaní þættina um hana Ally Mcbeal?? ég er allavegna sek um að hafa horft á nokkra þætti með henni, en ef þið eruð samsek þá munið þið eftir lögunum sem hún átti í vandræðum með - lög sem aðeins hún heyrði og enginn annar - svona lög eftir því í hvernig stemningu hún var í..... allavegna ég var að labba og njóta veðurblíðunnar og allt var e-ð svo fallegt og gott og þá......kom lagið og ég SÖNG hátt og snjallt, svona bara inn í mér til að byrja með og svo aðeins hærra þar sem að það voru nú ekki margir á ferli og áður en ég vissi af þá var ég farin að syngja nokkuð hátt. Þegar ég var að ljúka við hæsta tóninn (frekar laglegt þó ég segi sjálf frá - var með lokuð augun til að fíla þetta betur) og einmitt að hugsa hversu sálarhreinsandi þetta væri - ranka ég við mér við að ókunnugt andlit er alveg klesst upp að mér - þetta var eldri maður með flöskubotnagleraugu og hvítt og mikið skegg - og hann söng líka hástöfum .... hann söng bara ekki lagið mitt (hann virtist hafa verið fastur í sama stefinu nokkuð lengi þessi)
og þar sem ég rölti heim með hjartað í buksunum - því að mér brá alveg óskaplega við þessa innrás í lagið mitt - velti ég því fyrir mér hvort að maðurinn hafi verið að gera grín að mér, eða hvort hann hafi bara verið einn af þessum klikkuðu köllum sem labba um og syngja hástöfum.... og þá varð ég að viðurkenna fyrir sjálfri mér, eins og Ally vinkona þurfti að gera á sínum tíma , að ég er líklega bara jafn klikkuð og allir aðrir ;)
Athugasemdir
Erum við ekki öll smá gaga...???
Hilsen úr sólinni á Jótlandi
Halla (IP-tala skráð) 27.4.2006 kl. 14:44
Erum við ekki öll smá gaga...???
Hilsen frá sólinni á Jótlandi
Halla (IP-tala skráð) 27.4.2006 kl. 14:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.