Gervijól

Á nýjum stað myndast nýjar hefðir! Húsfreyjan rifjaði upp síðastliðin jól með heimilisföðurnum og varð hissa á hversu langt í hugarfylgsnin hún þurfti að grafa til að finna allra fyrstu jólin þeirra saman sem lítil fjölskylda. Þá var farið til mömmu og pabba í hamborgarahrygg og ekki laust við að bæði hefðu verið fegin því kærkomna boði Þar sem aðalréttur ársins 1999 hafði einkennst af spaghettíi og núðlum - og efnahagurinn reiknaður samkvæmt vísitölu en námslánin höfðu ekki breyst síðan árið 1976!!- Heimasætan var að sjálfsögðu himinlifandi yfir athygli ömmu og afa, frænku frænda og langa og löngu -enda fædd til að lifa í sviðsljósinu og ennþá bara einkabarn og barnabarn og barnabarnabarn ;) 

Síðan rifjast upp allra fyrstu jólin í Danaveldinu góða. Með kvíða í hjarta og blendnar tilfinningar um gleðileg jól, var hafist handa við að finna út úr því hvernig mögulegt yrði að sameina hefðir og jól tveggja einstaklinga - því jólin búa jú, í huga hvers manns og erfitt að skilgreina jólastemningu með formúlum og rökhyggju. Ekki auðveldaði það málið að tveir auka- íslendingar-í - útlöndum - yfir jólin ætluðu að eyða jólunum saman með litlu famelíunni. Allt lukkaðist þetta samt og varð úr hið huggulegast kvöld. Forréttur a la þessi og aðalréttur a la hinn, nokkrar "besta - sósan - hennar mömmu" og síðan úrval af eftirréttum sem "yrðu að vera annars koma jólin ekki". Að sjálfsögu allt danskt hráefni (ekki ekta íslenskt - þó að hamborgarahryggurinn hafi upphaflega komið til kalda landsina frá danaveldinu góða - en það er önnur saga) og ekki neitt a la mamma og pabbi neins að sönnu,  þannig að næstu jól á eftir var ákveðið að nú þyrfti fjölskyldan að loka augunum , bíta á jaxlinn og skapa sínar eigin jólahefðir.....

Smátt og smátt hafa síðan hefðir fjölskyldunnar eflst og dafnað samhliða stærð fjölskyldunnar og tölu meðlima í henni Smile Þau hjónakornin ákváðu að rökréttast væri að hafa þann jólamat sem flestir danir töldu hið mesta lostæti og varð þannig úr að fyllt önd og flæskesteg varð á borðum fjölskyldunnar  - möndlugrauturinn var fluttur í hádegismatinn því oftast komu vinir í heimsókn á þeim tíma og laumuðust gjarnan í pottinn - alltaf er e-t spil í vinning þannig að heimilisfriðurinn og spennan yfir jólapökkum helst í góðu jafnvægi yfir spilinu og jólaöli ..... síðan hefur fríið verið notað til að kíkja í jólatívolí - dýragarðinn og jafnvel á skauta á miðju kóngsin nýjatorgi..... ´

Jólatréið hefur einnig breyst og stækkað með bættum efnahag og stærri húsakynnum og með brosi á vörum minnist húsfreyjan fyrsta jólatrésin sem þurfti að henda langt fyrir þrettándann því að Loki kisi, þá bara nokkra vikna - hafði ákveðið að fara nokkrar rússíbanaferðir frá toppi og niður úr - tréinu var hent berröussuðu og ljótu enda orðið stórhættulegt fyrir littla kettlinginn. Hún minntist líka þeirrra jóla sem pöddufaraldurinn mikli geisaði í Danaveldinu - þá voru svo mikil hlýjindi að hvert einasta jóltré í bænum þurfti að fara í eiturbað og skolun, því að annars fylltust húsakynni fólks af iðandi óboðnum gestum....... Shocking  Stærsta og flottasta jóltréið var síðan síðustu jólin í danaveldi - ljómandi flott fura 3ja metra há sem gnæfði yfir fjölskyldunni - en það var á jóladag sem litli jóltrésfóturinn gafst upp undan þessu offorsi og tréið féll á mitt stofugólfið með öllu sínu prjáli og punti - o, jæja það er ekki alltaf sem stærst er best!!

En nú var enn einu sinni komið að jólahaldi og ekki laust við að kvíðinn, sem hafði gert vart við sig allra fyrstu jólin í danaveldinu, sé farinn að skríða aftur upp á yfirborðið. Jólasteikin verður ekki önd a la danaveldi - þrátt fyrir að hún fáist öruggleg í Bónus, og það er húsmóðurinni lífsins ómögulegt að ímynda sér að eplaskífur með flórsykri og sultu eigi eftir að vekja upp jólaandann eins og áður....."Nú er bara að byrja upp á nýtt - finna sér góða hreindýrasteik, hafa yndislegt norðlenskt hangiket á borðum og njóta þess fyrir fullt og allt að laufabrauðið sé ekki í molum eftir flutninga danska póstsins." hugsaði húsmóðirin með sér - jákvæð að vanda. Það var samt eins og e-r lítil rödd hvíslaði að henni að vera ekki að gera sér upp of miklar væntingar til jólahaldsins í ár - því að eins og er væri fjöldskyldan enn að koma sér fyrir og enn að aðlagast austfirskum háttum og hefðum, bara það að þurfa að fara í messu klukkan 18:00 á aðfangadagskveldi og hlýða á heimasætuna kyrja í barnakórnum - bara sú tilhugsun gerðu jólin örðuvísi nú þegar....

....grunur hennar varð sterkari eftir að ákveðið var, nær samhljóma, á fjölskyldufundi, að líklegast væri hagstæðast og auðveldast í ár að vera með gervijólatré. Húsmóðirin horfði á risavaxinn pappakassann á gólfinu, sem innihélt gervitréið og hugsaði með sér að kannski bara í ár - væri það við hæfi að hafa gervi - á meðan hefðir og jól væru enn óraunveruleg í huga fjölskyldumeðlimanna. Og hver veit nema gervitréið fá síðar hvíld þegar jólin verða meira alvöru.

kæru lesendur totulaufar

gleðileg jól og tökum á móti nýju ári með hlýju í hjarta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband