Mitt í fellibylnum

Það var mikið búið að ganga á síðastliðið hálfa árið hjá litlu stórfjölskyldunni eða kannske ekkert meira en hafði gengið á síðastliðinn áratuginn (hún velti þessu stöðugt fyrir sér) en fjármálakrísan setti vitaskuld mark sitt á hið unga heimilisbókhald. Bankareikningar tæmast - fyllast ekki neitt að ráði aftur og vinna kemur og fer eins og sólin kemur upp nær örugglega aftur á morgun - og mikið hafði sólin glatt fjölskylduna og hrósað meðlimum hennar fyrir að kyssa steinana, álfana og tröllin í náttúrunni þetta sumarið jafnt sem önnur.

Húsmóðirin hafði þurft að vera frumleg í ýmsu öðru en grafískum teikningum liðinn veturinn, hafragrautur og hollusta var höfð í fyrirrúmi og allt sem ekki var lífsnauðsynlegt var látið sitja á hakanum - s.s. skorið vel við nögl - en ó, hvílík sæla þá að upplifa vorið og sumarið þar sem slakað er á höftunum og frelsið felst í öðru en að rándýrum afþreyingum borgarlífsins. 

En nú var rökkrið aftur farið að skríða inn í hugarfylgsni húsmóðurinnar og smátt og smátt fór hún að undirbúa átök næsta veturs....efins um eigin mátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin aftur :-D Veturinn verður pís og keik. Við stofnum föndur-/matarklúbb og föndrum allar jólagjafir :-D

Kristín (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband