Mánudagur, 31. ágúst 2009
Fjórtánþúsund og níuhundruð
Fjórtánþúsundog níuhundruð
- kostar skóladót fyrir tvö grunnskólabörn, þegar búið er að endurnýta allt sem til er á heimilinu
- er upphæðin sem 5 manna fjölskyldan hefur eytt í læknaheimsóknir sl. tvo mánuðina
- er matur fyrir 5 í viku - því húsmóðirin er hagsýn og húsfaðirinn töframaður í eldhúsinu
- kosta tvenn pör af skóm og ein þunn peysa á 7 ára skólastrák
- er leikhúsferð á Kardimommubæinn ef engan á að skilja útundan
- dugar nákvæmlega fyrir pensilínskammti fyrir tvo fullorðna og eina stálpaða stúlku
- er nóg fyrir 10 orkedíum í Húsasmiðjunni- fást í öllum stærðum og gerðum
- dugar fyrir öðru sjónglerinu í gleraugu húsmóðurinnar (það gæti verið töff að vera með einglyrni)
- er c.a. árin sem mun taka þau skötuhjú að greiða upp skuldir sínar
......svona er Ísland í dag - sökkar feitt
p.s.
Lýsi eftir Pollýönnu - hún hvarf til Kanada eða Noregs frétti ég
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.