Þriðjudagur, 15. september 2009
Rúntur í rútínunni
Og þá var haustið gengið í garð og húsmóðirin góða farin að verma bílstjórasætið heldur mikið að henni fannst, það þurfti að skutla og sækja og bíða og bíða og bíða... pússla saman stundarskrám og ó, hvað henni fannst vitsmunum sínum misboðið með því að þurfa að eyða öllum þessum dýrmæta tíma í biðstöðu. Eða eins og Bill Cospy hafði einhvern tíman orðað það: "Eitt sinn var ég gáfumenni- svo eignaðist ég börn". Hún leit á klukkuna - aðeins örfáar mínútur í næstu sendiferð og hún ímyndaði sér að hún héti James og væri með flott yfirvaraskegg sem blakti í haustlægðinni - ætli hún gæti e-s staðar skaffað sér kaskeiti?
En allt voru þetta að sjálfsögðu lúxusvandamál miðað við þá baráttu sem flestir áttu í þessa stundina, og húsmóðirin átti stundum erfitt með að halda aftur af tárunum þegar bárust fréttir af fólki sem átti hvorki ofan í sig né án - áttu hvorki fyrir besníni til að skutlast né námskeiðum fyrir börnin sín til að skutla þeim í......
Hún í leit í aftursætin á píanósnillinginn og fimleikastjörnuna sem biðu áköf eftir að hefja nýja önn (sá stutti vildi bara fá að byrja í skóla - en þar gat húsmóðirin því miður ekki orðið við óskunum) og hún hugsaði til allrar þeirrar handavinnu í heimilisbókhaldinu sem þau hjónin voru að vinna við þessa stundina til að geta veitt börnunum sínum allt það besta til að þau gætu blómstrað og ræktað hæfileika sína.
Húsmóðirin mátti viðurkenna að hún hafði ekki mikið vit á hlutbréfakaupum, hagnaði eða vísitöluútreikningum en þegar hún sá gleðina sem skein úr áköfum augunum í aftursætinu vissi hún þarna hafði hún gert góð kaup.....
og síðan vonaðist hún eftir að Pollýanna myndi snúa við hið snarasta með haustlægðunum eða já, bara Mary Poppins....ef hún væri komin með bílpróf.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.