Fimmtudagur, 5. nóvember 2009
Rómantíkin í hversdagsleikanum
Og þá voru september og október þotinn hjá - afmæli húsráðenda búin og já meira að segja var áratuga hjónabandi fagnað í leiðinni.... hún var hætt að nenna að velta sér upp úr árafjöldanum- leið bara áfram í sæluvímu yfir ríkjandi lukku (og auka hrukku). Hún hló að eigin áætlunum - sem voru ákveðnar á sjálfan brúkaupsdaginn - þar sem hugmyndin um að endurnýja heitin í Las Vega, endurupplifa brúðkaupsferðina til Asíu eða bara endur og hendur og badabing badabong en allt átti að vera svo auðvelt tíu árum seinna... - það virtist vera satt og rétt allt að sem sagt var um að enginn veit sína ævina fyrr en.....
En veturinn ætlaði að taka létt af stað í höfuðborginni, smáveigis frostrósir kysstu heimilisfólkið á morgnanna en voru á undanhaldi þegar leið á daginn - þvílík fegurð - pastellitaður himinn dag eftir dag og ekki fannst húsmóðurinni verra að rölta í gegnum miðbæinn á hverjum morgni og anda að sér miðborgara(rottu)lífinu. Og inn á milli og alltaf þegar færi gafst las hún og las - því að annars varð hugur hennar stirður og það gat brotist út í ógurlegum skapsveiflum sem bitnuðu yfirleitt á þeim nánustu. Og hún saug í sig fræðin og hugsaði "þvílík synd að eiga ekki allan tímann í heiminum til að stútera allt það sem til er" en innst inni vissi hún þó að þannig yrði hún aldrei fullkomlega sátt við lífið.... því það voru þessi litlu ólíku brotabrot sem gerðu hana að því sem hún var....
og það var þess vegna sem hann elskaði hana svona ógurlega heitt :)
Megi veturinn koma með öll sín gráu hár og færa okkur yl og von um öryggi.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.