Uppgjör eða uppgjöf ?

Hún lítur yfir árið
og reynir að draga saman minningar og afrek
úr þoku hugarfylgsnanna finnur hún ljósa punkta
sem mynda heild

Tímamót og litið yfir farinn veg
erfiði og ást,
samvera og strit
flutningar og fyrstu kaup
nýr staður og breyttir tímar
breytt glíma

Horfir fram á við
lokar augunum
tekur fagnandi á móti næstu tímamótum
og breytir uppgjöfinni í uppgjör

 

 Gleðilegt ár og megi ár svínsinn bjóða ykkur þau þægindi og góðu lífsgæðu sem lofað er

Tótlan

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband