Keisari í 3 ár

Keisarinn er orðinn 3ja ára! Nákvæmnismaðurinn mikli sem kom í heiminn þann 9. desember á Frederiksbergspítala árið 2005 - (og ætlaði að fæðast í herberginu sem sjálf Margkeisarinnrét Danadrottning hafði fæðst áratugum áður- en ákvað síðan að koma frekar með stæl keisaranna og birtist ákkúrat kl: 1234 daginn sem ljósmóðir og ýmsir útreikningar höfðu úthlutað honum - utroligt! sögðu ljósmæður og starfsfólk spítalans).

Húsmóðirin var ekki viss með  nákvæmnisáráttuna en vissi að hér fór mikill karakter líkt og öll hennar börn. Forseti, bankastjóri, læknir eða lögga - já drengnum yrði allt til lista lagt - innst inni vissu þó foreldrarnir að það mikilvægast hlyti að vera hamingjufundurinn og gleðin sem skein af barninu - með hamingjuna í farteskinu er nefnilega allt mögulegt :) 

Til hamingju Þorgrímur Nói - 3 ára!!!!!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tóta Lauf

Bara að prófa hvort athugasemdarkerfið virkar....

Tóta Lauf, 11.12.2008 kl. 13:46

2 identicon

Því má bæta við að Keisarinn vill halda afmælismánuð - og taka þ.e.a.s. desember frá í herlegheitin.  Jesú sjálfur og áramótin þurfa að bíta í það súra epli að færa sig.

G.Örn

G.örn (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 11:08

3 identicon

Hamingju óskir með drenginn og svo hinn á morgun!!

Auðvitað vill þessi elska eiga sinn afmælismánuð..það ætti bara að banna fólki að gera dodo í mars!!

Bestu kveðjur.Haddý

Haddý (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband