Brakandi fönn.

Húsmóðirin átt erfitt þessa dagana - fyrir mörgum líklega talið mikið lúxusvandamál og jafnvel alls ekkert vandamál hjá sumum - s.s það að þurfa að finna sér e-ð að gera - en út frá sjónarhorni hennar átti húsmóðirin mjög erfitt með að höndla lægðina sem hafði verið á eftir hátíðarhöldunum,  - hvað þá hina hryllilega hugmynd um að þurfa ekki að fara neitt nema þá allra helst í skóla - leikskóla og Bónus. Já jafnvel það var að verða henni ofviða þannig að húsmóðirin gerðist praktísk ofan á öll önnur leiðindi og reyndi að fara sem minnst út á meðal fólksins í bænum og keypti inn í massavís - 2svar í viku.

Enda hjálpaði frostið og snjórinn ekki hót - og miklu fallegra var það að horfa á brakandi fönnina út um eldhúsgluggann á meðan hún hellti upp á enn einn kaffibollann heldur en að vera að bifast þetta - en að sjálfsögðu voru ýmsar skyldur sem þurfti að uppfylla og að sjálfsögðu var hún á ferðinni eins og vanalega en nú var það eins og hún væri í e-s konar aukahlutverki í sínu eigin stykki - henni leið eins og Gísla á Uppsölum og fór að stórefast um það að hún væri hæf lengur til að eiga almennilegar samræður við almenna menn hvort fólk yfir höfuð skyldi það sem hún segði.... henni hraus hugur við dagatalinu - aðeins hálfur janúar liðinn og enn bólaði ekkert á bjartsýninni - hvar var Pollýanna þegar mest á reyndi? 

Hún settist í drullukaldan bílinn - var á leið í e-t enn eitt krakkaskutlið og var komin með áhyggjur af eigin geðheilsu - það var allavegna orðið slæmt þegar heilin var orðin svo sofandi að nöfn og orð voru farin að flækjast og bögglast fyrir henni, hún kallaði á yngsta fjölskyldumeðlimin "nóvember, hættu þessu og komdu nú....." lítil starandi augu en síðan gleðibros og tær englarödd " janúar, febrúar, mars......" jamm  hún var komin með lausa skrúfu - eða bara komin að endamörkum í þessari einveru sinni - það var örugglega ekki að ástæðulausu sem fangar eru settir í einangrun fyrir slæma hegðun....

það brakaði í snjónum undan þunga bílsins og henni leið eins og þegar Titanic brotnaði í tvennt - sama kyrrð - sömu brestir. Og hún beit á jaxlinn og  lofaði sjálfri sér betrumbót í næstu viku.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband