Og niðurtalningin er hafin

Það fór ekki fram hjá neinum fjölskyldumeðlimanna að febrúar var runninn upp - heimasætan taldi niður frá og með þeim fyrsta og áminnti foreldranna stöðugt á um það að þau þyrftu að fara að finna afmælisgjöf handa henni. Aðeins 18 dagar í afmæli - og það eina sem skötuhjúin gerðu var að liggja yfir fasteignasíðunum - hneyksli.

Og það var ekki frá því að húsmóðurinni liði eins og fótunum hefði verið kippt undan henni - á aðeins einni viku hafði íbúðinn þeirra - litli griðarstaðurinn þar sem þrátt fyrir allt erfiðið- hafði verið virkið þeirra hérna á hjara veraldar - allt í einu og allt of fljótt var búið að selja og nú hófst enn á ný hin mikla angist að finna sér nýjan stað að lenda á.

Hún hafði ekki tíma fyrir þessar vangaveltur - vildi helst bara fá bréf sent í pósti þar sem í stæði: " Kæra fjölskylda ykkur hefur verið úthlutað öðru lífi á ...... og munið nú að skila inn þessu bréfi til staðfestingar". Hana langaði til að setjast í barnastólin í aftursætinustinga þumlinum upp í munn röfla ga ga dú dú - þvílík kvöl og pína að vera fullorðin.

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband