10 ára og brennimerkt?

Hún stóð í miðjum stelpnaskaranum og velti því fyrir sér hvort stelpur hefðu líka verið svona frakkar þegar hún sjálf var 10 ára. 22 stúlkur voru boðnar til veislu - 22 hverri annarri ólíkari en þó gat hún fundið strax týpurnar úr hennar eigin 10 ára afmæli fyrir rúmum 20 árum  - það voru greinilega skvísur og íþróttastelpur og þær aðeins barnalegri og síðan þær frökku og síðan þær sem aðeins vildu skapa vandræði - þær sem klaga og þær feimnu og..... það var greinilegt að enn voru sömu merkimiðarnir notaðir...... og hún gat ekki annað en velt því fyrir sér hversu langt niður í aldri þyrfti að grípa inn í og "leiðrétta" þessa merkingu sem síðar eru nelgdir  niður  á stelpugreyin fram í rauðan dauðann.

Hún hafði áður reynt sama bragð og heimasætan- að reyna að ganga í augun á skvísunum en ekki fundið sig þar - líkt og heimasætan sjálf hafði rekið sig á nokkrum dögum fyrir stórafmælið. Hún vildi ekki leggjast á sam plan og  aðrir og gefa dóttur sinni merkimiða - gjörðusvovel þú átt heima með artífartí pakkinu - eða ó nei ég er hrædd um að þú sért í nördaliðinu eða hvað þá verra -ertu íþróttahnulli!!!

Allir merkimiðarnir eru límdir fastir á mann og húsmóðirin hafði allt frá 10 ára aldri reynt að hlaupa undan þessa konar (brenni)merkingu  - og hún gat ekki annað en ímyndað sér þessa afmælisgesti c.a. 20 árum síðar hlaðnar merkingum og skilgreiningum sem þær þyrftu að vinna sér inn og vinna eftir aðeins til að fá viðurkenninguna frá samfélaginu og allt í einu þyrmdi svo ógurlega yfir húsmóðurina því eitt er að bera ábyrgð á eigin lífi en annað er að hafa áhyggjur af annarra.

Og hún raðaði formkökunum snyrtilega á disk og leit yfir skreytt afmælisborðið - henni hafði enn einu sinni tekist að setja upp merkinguna - "góð móðir undirbýr skemmtilegt barnaafmæli"!!! 

 Allir sáttir- hún hafði allavegn með árum hætt að nenna að pirra sig yfir þessu " ætli það sé ekki merki um ákveðin þroska" hugsaði hún upphátt meðan hún hellti í glösin og kveikti á 10 mislitum afmæliskertum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband