Íhíhíhíhí komum bæði frá Kópavooooogi

Þá var komið að því. Eftir flakk í rúm 8 ár - voru ungu hjónin loksins komin aftur heim. Það sem í byrjun átti að vera 2ja ára flótti úr neysluhyggjunni varð að smá útúrdúr - sem varð að viðamikilli innistæðu í reynslubankanum og nokkur börn að auki fylgdu í kaupbæti. Var lífið ekki yndislegt! Þau kepptust við að negla og skrúfa og raða og pússa - allt þetta til að fjölskyldunni liði sem best í nýja virkinu sínu.

Og það var eins og við manninn mælt - við hvert viðvik varð nýja heimilið að þeirra - og það var eins og hinn góði andi sem hafði ávalt fylgt þeim hliðhollur - hefði komið með þeim í kössunum - því nú lék hann um hvert skot og börnin skríktu og húsmóðirin trallaði. 

Heimilisfaðirinn var að vísu fjarri góðu gamni - enda varð hann að klára afplánun sína fyrir austan og húsmóðurin átti erfitt með að losna við þá hugsun að þau hin hefðu sloppið fyrr vegna góðrar hegðunar.

Ekki svo að skilja að lífið fyrir austan hefði verið slæm og ó hvað hún saknaði vina sinna, náttúrunnar og já jafnvel fjarlægðanna - sem gera fjöllin svo blá. En það breytt ekki þeirri tilfinningu sem læsti sig um hana núna. Hér var upphafsreiturinn og hér átti þau svo vel heima.

Með forlagatrúna að leiðarljósi hvarf hún c.a 27 ár aftur í tímann, nánar tiltekið í sandkassa í leikskóla í gamla Kópavoginum - og hún ímyndaði sér að þar sætu Gunni og Tóta byggjandi sandkastala, algjörlega óafvitandi að þangað myndu leiðir þeirra liggja saman að nýju - byggjandi annarskonar kastala.

Það er gott að búa í Kópavogi - en enn betra að finnast maður vera loksins kominn heim.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íhiíiiiíí ég kem líka frá kópavogi

Halla (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 21:54

2 identicon

Það er gott að búa í Kópavogi

G.Örn (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 08:30

3 Smámynd: Tóta Lauf

Komdu þá heim sæti - við söknum þín hérna í Kópavoginum...og hættu þessu hangsi fyrir austan...bada bing bada bong ;)

Tóta Lauf, 25.6.2008 kl. 13:56

4 identicon

Er að klára afplánunina....

Verð mættur ferskur í menninguna um helgina - í stóru keppnina um hver getur pissað lengst....  Sem er soldið erfiðara og sóðalegra í mótvindi núverandi peningalandslags... úffffffff

kveðjur að austan

G.Örn (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband