Saga úr borg og flashdance dauðans.

Húsmóðirin teygði úr sér við tölvunaa - síðustu vikur höfðu einkennst af streitu og mikið reyndi á aðlögunarhæfni fjölskyldunnar - því enn einu sinni var komið að því að aðlaga stóru börnin að nýjum gildum og siðum í nýjum skóla og enn einu sinni varð biðin löng eftir pössun fyrir þann yngsta. En húsmóðirin vissi af gefinni reynslu að allt tæki þetta tíma - dustaði rykið af þolinmæðinni og svo var líka e-n veginn auðveldara að takast á við öll þessi hversdagslegu vandamál í faðmi stórfjölskyldunnar og vina - ein heimsókn eða morgunkaffi hjá mömmu  - þá varð allt gott aftur.

Og börnin voru í jafnvægi - tóku öllu umrótinu með stóískri ró - það var einna helst að 6 ára drengurinn ætti erfitt með að venjast umferðarmenningunni í stórborginn - hringtorg og bið á ljósum fór ekki vel ofaní viðkvæman magann enda náttúrubarn í sínu eðli - en heimasætan var kát - og kunni að njóta alls þess sem borgarljósin buðu henni í formi afþreyinga, sjopping-möguleika og skvísuferða.

Húsmóðirin horfði á allar þessar breytingar gerjast í fjölskyldunni og skyldi þó að hvar sem þau voru stödd í heiminum þá áttu þau alltaf heima þar sem þau settust að.... og nú loksins var yngsti meðlimurinn kominn í leikskóla og þá var eins og þokunni létti í hugarfylgsnum húsmóðurinnar og með táknrænum hætti for sólin líka að skína fyrir utan gluggan hennar.

Því það er hin mesta þraut hverrar móður að viðurkenna að börnum hennar er betur borgið annars staðar enn í mömmufangi og nú varð að bretta upp ermarnar - því nær 4 mánaða uppsöfnuð vinna lá á skrifborðinu og æmti og skræmti um athygli húsmóðurinnar...

...og hún var ekki búin að gleyma - áragömlum samningi sem undirskrifaður var í skjóli nætur - fyrir rúmum áratug síðan "gleymdu ekki sjálfum þér" - og nú þegar tækifærið var til að koma upp að anda, pústa frá sér áralöngum bleiuskiptum, andvökunóttum og tilfinningarússíbönum sem fylgja fólksflutningum - þá lagðist húsmóðirin undir feld og komst aftur í takt við sjálfið í sér og sveitt og eplarjóð í framan steig hún út frá fyrsta tíma sínum af mörgum í Jazz-dansi.

WHAT A FEELING!!!

 ...og aum í sínum 30 ára gamla skrokk gat hún ekki beðið eftir næsta tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig er það, þarf maður ekki að finna þessar gömlu myndir og horfa á þær aftur.... svona til að tékka hvernig þær eldast ???

Ég held að þær eldist svipað og mjólkurvörur - en ég er tilbúinn að athuga hvort ég hafi rétt fyrir mér !

Spurningin er þá hvort húsmóðirin sé til í svona tilraunir - tjah, og kannski einhverjar systur sem voru illa "húkk't" á þessum ósóma á sínum tíma...

G.Örn (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband